Rigel.is & afsláttarkóði…

…ég hef áður sýnt ykkur og sagt frá dásamlegu PomPom töskunum sem fást í vefversluninni Rigel.is (smella fyrir eldri póst). Í dag ætla ég að sýna ykkur nýjar töskur og í samstarfi við Rigel get ég boðið ykkur upp á afsláttarkóða í lok póstsins:

Heimasíða Rigel.is
Rigel.is á Facebook

……ég er með sérstakt dálæti á þessum töskum enda eru þær einstaklega fallegar. Þær eru úr mjúku leðri, í alveg fullkominni stærð fyrir daglegt amstur hjá mér, og svo eru litirnir hver öðrum fallegri.

…sjálf átti ég fyrir tvær töskur sem hafa verið nánast í daglegri notkun síðan í nóvember. Þær eru svo mjúkar og fullkomnar fyrir það sem ég þarf að hafa frá degi til dags, snyrtidót – lykla – síma og svoleiðis smotterí. Sérstaklega hef ég notað mikið grænleitu töskuna, sem mér finnst einhvern vegin passa við allt…

Pom Pom Mayfair heritage green – smella til að skoða!
Pom Pom Mayfair stone – smella hér til að skoða!

…en nýlega bættist við úrvalið stærri týpa af töskum sem heitir City Plus og kemur í þremur litum. Hún alveg er fullkomin þegar maður þarf að koma aðeins meira fyrir en þessum hversdags hlutum.

  • 100% leður
  • Gulllitaður málmur
  • Tvö rennd ytri hólf
  • Auk aðalhólfs eru tvö lítil innri hólf, annað rennt

Fylgir með:

  • Tauól í stíl við töskuna (sjá mynd)
  • Leðuról sem er stillanleg upp í 122 cm
  • Pom Pom London skúfur í sama lit og taskan
  • Pom Pom London upphleypt leðurmerki

Pom Pom City Plus – smella til að skoða!

Það er svo skemmtilegt að það er hægt að skipta út ólunum, en með hverri tösku fylgir leðuról í sama lit og taskan – en auk þess er ein breið “skrautól”. Svo er hægt að kaupa margar ólíkar ólar og þannig er hægt að dressa töskuna upp í nýtt útlit eftir hentugleika. Næstum eins og skart fyrir töskuna þína.

Útskipti á tauól

Athugið ef þér líkar ekki við valið á tauól geturðu sett inn athugasemd þegar þú pantar (á körfusíðunni) og óskað eftir annari ól í staðinn.

…allar töskurnar koma svo í merktum taupokum, þannig að þær eru sérstaklega fallegar og veglegar til gjafa…

…ég nota sjálf mjög mikið leðurólarnar – þar sem ég er iðulega í skrautlegum fötum, en hinar breiðari tauólarnar finnst mér æðislega þegar maður er í svörtu/einlitu –
svona til þess að poppa aðeins upp outfit-ið.
Ofan í töskuna kom ég m.a.: snyrtibuddu, dagbók, Ipad, Yrsu skáldsögu innbundinni og sólgleraugum – snilldarstærð..

…hin nýja týpan Soho er alveg drauma svona spariveskið í mínum augum. Þó er að sjálfsögðu ekkert sem stoppar þig í að nota hana dagsdaglega. En hún er með svo fallega fléttuðu leðri og gullkeðju. Að innan er svo bara eitt stórt hólf:

  • 100% leður
  • Segullokun
  • Upphleypt vörumerki að utan, tónsaumur, gullitaður málmur
  • Löng gullól ~110 cm
  • Stutt leðuról með gylltum málmi ~37 cm

Töskustærð:

  • Breidd – 20 cm, dýpt – 5 cm, hæð – 15,5 cm

…taskan kemur í klassískum svörtum, en svo æðislegur grænn og rauður litur sem er fullkomin til að hressa upp á hvaða dress sem er!

Pom Pom Soho – smella til að skoða!

…svo falleg og ég mæli líka með að skoða líka gullgeðjuna með svörtu leðurbandi innan í við þessa tösku:

Pom Pom töskuól keðja gold & black – smella til að skoða!

…það er líka stutt leðurhandfang á henni ef þú vilt nota það frekar en keðjuna…

…hérna sjáið þið svo klassísku Mayfair fremst, svo er Soho og aftast er City Plus

…það er sérstaklega gaman að geta boðið ykkur upp á afsláttarkóða sem gildir út 6.júní.

Afsláttarkóðinn er Soffia15  og gefur ykkur 15% afslátt af því sem verslað er…

…ég er alveg hreint himinlifandi með þessar tvær, og svo verðið þið líka að skella ykkur inn á Rigel.is og skoða sumarlínuna, sem er eins og gleðisprengja af alls konar fallegum litum, bæði skærum og pastel…

Pom Pom London töskur – smella til að skoða allar!

…ég mæli svo sannarlega með þessum dásamlegu töskum ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *