Smábreytingar…

…ég veit ekki hvort að þið vissuð það, en inni á heimasíðu Húsgagnahallarinnar er hægt að skrá sig á póstlista ef hlutirnir eru uppseldir, þið farið beint inn á hlutinn og setjið inn netfangið ykkar þar. Ég er sjálf búin að vera að bíða svo ofurspennt eftir að þriggja hæða diskurinn frá Nordal kæmi aftur í sölu, og hann kom aftur í vikunni, húrra!

Smella fyrir þriggja hæða Nordal disk!

//samstarf

…stóra ástæðan fyrir innkaupunum var ferming sonarins sem er á næsta ári, en ég á einmitt orðið ansi fallegt safn af svörtum kökudiskum á fæti og öðru slíku, og mig langaði svo mikið í þennan með. Það er stundum svo ágætt að geta nýtt sér svona hátíðleg tækifæri sem “afsökun” til þess að bæta í safnið.

…en þessi er alveg einstaklega fallegur og að sjálfsögðu varð ég að fá mér tvo, til þess að geta gert “trixið” mitt með diskana, en mér finnst alltaf snilld að geta skrúfað tvo saman til þess að gera þá 4ra eða 5hæða háa. Það er líka snilld fyrir t.d. vinkonur að fá sér sitthvort og geta þá deilt þeim sín á milli…

…en svo er þetta alltaf fallegt fyrir kryddin og annað slíkt í eldhúsinu…

…í sömu ferð rakst ég líka á þessar dásamlegu krukkur sem voru að koma og það er eitthvað einstaklega fallegt að vera með glerkrukkurnar með trélokinu á svona svörtum disk, kemur með hlýleikan…

…krukkurnar koma í nokkrum stærðum, og allar fallegar að mínu mati.

Smella til að skoða krukkur!

…mér finnst alltaf koma vel út að skreyta með fallegum nytjahlutum líka. Hér eru könnur og skálar úr Nordic Vanilla stellinu frá Broste, þið getið skoðað póst með því hérna – smella!

…úffff hvað ég er nú ánægð með hann!

…það er alltaf gaman að raða svo upp á nýtt í þetta, og t.d. nota stellin sem við eigum meira spari svona aðeins með upp á punt…

…svo held ég að ég hafi aldrei sýnt ykkur þennan hérna kassa. Ég er búin að eiga hann síðan um jólin og nota í ýmislegt. En var að prufa hann hérna í eldhúsinu og finnst hann koma svo vel út…

Nordal Brick kassi – smella hér!

…í öðrum fréttum þá erum við á fullu að undirbúa framkvæmdirnar hér fyrir utan og erum meðal annars búin að fjarlægja grindverkið fyrir framan eldhúsgluggana….

…ég er alveg að tapa mér yfir gleðinni að sjá stóra tréð okkar hérna beint út um gluggann og fá allan þennan græna lit inn – love it!

…það er víst líka rétt að benda ykkur á að það er Tax Free afsláttur í Húsgagnahöllinni fram til 23.maí.
Góða helgi krúttin mín og njótið þess að vera til! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Smábreytingar…

  1. Sigurlaug K. Konráðsdóttir
    11.06.2023 at 00:21

    Sæl.
    Ég hef verið að leita á netinu að frístandandi smáhillu til að hafa á eldhúsbekk undir allskonar “dót” en rakst þá á þennan fallega Nordal bakka. Er hann ekki nokkuð vel stöðugur og traustur? Hef sem sagt ekki fundið hillu sem ég veit þó að er til einhversstaðar. Takk fyrir innblásturinn og góða síðu!
    Kveðja,
    Sigurlaug

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *