…það eru oft svo falleg innlitin sem Architectural Digest birtir á Youtube-síðunni sinni, og mig langar að deila með ykkur nokkrum uppáhalds hjá mér.
Hér er ótrúlega skemmtilegt innlit hjá leikkonunni Chloe Finemansem er í SNL þáttunum. Hún býr í lítilli íbúð í New York, eiginlega alveg svona ekta Carrie Bradshaw fílingur þar sem hún geymir hárkollur í ofninum sínum 🙂
Íbúðin er svo skemmtileg, kvenleg og full af flaueli – gulli – bleikum veggjum og púðum. Elsk´etta!
Mæli sérstaklega með að horfa til enda og sjá eldhúsið, þar sem við fáum að sjá alveg hreint dásamlega “eðlilegan” skáp og skúffur.
Photos via www.architecturaldigest.com
1 comment for “AD heimsóknir…”