…og sumarið framundan ( ef við horfum fram hjá einstaka snjódegi) og margir farnir að huga að pallinum og öðrum útisvæðum. Ég setti upp útihúsgögn hjá JYSK á Smáratorgi um daginn, sjá hér – smella, og var að hugsa um hvort að það væri ekki sniðugt að týna saman í pósti það nýjasta og það sem er spennandi. Mjög líklegt að það sé eitthvað sem er að heilla eða vantar.
Hér er t.d. útisett og meððí sem gæti hentað vel á svalir. Sófasettið sjálft er mjög nett og fyrirferðalítið og því kjörið þar sem svæðið er smærra. Settið er í svona natur tón og sömuleiðis mottan, þetta er í svona bastáferð og þá er einmitt sniðugt að nota svarta litinn í pottunum og öðrum fylgihlutum. Svona til þess að koma með andstæður/contrasta. Því ef það væru bara ljósir pottar þá myndi þetta allt saman renna meira saman.
…svo er einmitt svipað gert hérna. Svarta grindin á bekkinum er í stíl við borðið og fæturnar á stólunum, þannig að þetta tengist allt saman. Síðan er viðurinn á bekknum og setan á stólnum ekki alveg eins – en nógu svipað til þess að þetta gangi allt saman…
…þessi sófasett koma bæði sem u-sófar og sem hornsófar og í tveimur litum. En loksins, loksins!! gerðist það sem ég er búin að vera að tala um í svo mörg ár. Það eru komin geymslurými ofan í sófana. YES!
Ullehuse garðsett – smella hér
…þvílíka snilldin sem þetta er. Minnkar aðeins þennan endalausa burð á pullum fram og til baka…
…svo koma þau líka í dökka litinum…
Ullehuse garðsett hornsófi – smella hér
…mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að sjá að útlitið er mikið fjölbreyttara núna. Við erum að fá meira af svona mýkra og rómantískara útliti, mjög fallegt…
…hér kemur líka önnur útgáfa, sem er svona aðeins minna rúnuð en svo flott…
…og það koma líka stólar í stíl, þannig að það væri sérlega flott að para þessum með svörtu eða brúnu borði…
Fjellerup garðstóll – smella hér
…uppáhaldshengistóllinn er í tveimur litum og þessi er svo endalaust þægilegur. Hann er svo þægilegur að dóttirin stal einmitt körfunni af mínum og er með hann inni hjá sér allt árið…
Gjern körfustóll – smella hér!
…hann er líka alveg sérlega notalegur á svalir. Þetta er svona hinn fullkomni slökunarstóll…
…nú og talandi um svalir, þá eru þessar gólffjalir alltaf sniðugar til þess að gera þær notalegri…
Gólfflísar – smella til að skoða!
…úrvalið af blómapottunum hefur pottþétt (pottur – pottþétt, sniðugt) aldrei verið meira eða flottara. Það eru alveg hreint ótal margar týpur og hægt að para saman á svo ótal fallega vegu…
Smella til að skoða blómapotta!
…og auðvitað ekki bara í svörtu, heldur eru til alls konar litir og áferðir…
…sjálf elska ég fátt meira en bekki því þetta eru svo falleg og nytsamleg húsgögn. Snilld á pallinn til að henda púðum og teppum fyrir kózýfílinginn, svo auðvitað aukasæti hvort sem það er við matarborðið eða bara almennt. Þessir finnst mér geggjað fallegir…
…ég held að þetta borð sé tvímælalaust eitt af mínum uppáhalds núna. Það tekur ekki mikið pláss og mér finnst það bara svo fallegt. Fæst bæði með svartri og með viðarborðplötu…
Rangstrup garðborð – smella hér
…og fyrir þá sem hafa nóg pláss, þá eru til alls konar týpur – það er eiginlega bara erfitt að reyna finna bara eitt til þess að velja…
Borð og stólar í setti – smella hér!
…en mér finnst þetta borð ótrúlega tímalaust og flott. Svartir fætir og borðplatan með svona dökkri viðaráferð…
Nesskogen garðborð – smella hér
…svo þarf auðvitað að velja sér luktir og annað slíkt til þess að gera hygge stemminguna…
Útiljós og luktir – smella hér
…þetta sett er hvað líkast okkar setti hérna á pallinum heima. Kemur í natur og í gráu…
…nema þetta borð er snilld, því það er sófaborð en líka hægt að hækka það upp og breyta í matarborð…
…svo eru legubekkirnir náttúrulega alveg möst og sérlega mikið kózý að geta fleygt sér á einn slíkan – athugið að ég kýs að kalla þetta frekar legubekk en sólbekk, svona til þess að storka ekki örlögunum…
…svo eins og alltaf þá er gaman að hugsa út fyrir rammann. Eins og hérna í fyrra þegar ég tók blómapottana og gerði hliðarborð út þeim. Smella hér til að skoða!
…og þó að eitthvað heiti útipottur þá má auðvitað nýta hann innandyra, eins og þessi hérna sem mér finnst æðislegur…
…hann er líka geggjaður með ólífuskrauttrénu sem er einmitt til núna…
Ólífutré – smella hér!
Blómapottur – smella hér!
…ég vona að þið séuð að njóta þess að helgin er extra löng og gera eitthvað skemmtilegt ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
1 comment for “Útisvæðin…”