Gleðilegt sumar…

…og takk fyrir veturinn ! Hversu margir eru þarna úti eins og ég, og geta ekki beðið eftir að kveðja þennan vetur – sem á einhvern máta virðist í mínum huga hafa verið endalaus. En núna erum við á leið í grænni tíð og tíma, og ég er einkar þakklát fyrir það. Er ekki ágætis byrjun á nýrri árstíð að sýna ykkur í Rúmfó á Smáratorgi, en ég var einmitt að setja upp nýtt í innganginum þar. Svo er reyndar 20% afsl af sumarvöru í dag, sem er sérlega viðeigandi þar sem ég er að stilla upp sumarvörunni!

Byrjum á nokkrum myndum innan úr búðinni:

#samstarf

…það er alltaf extra skemmtilegt þegar það er að skiptast á milli árstíða í verslunum – það verða svo miklar breytingar á vörunum og það finnst mér skemmtilegt…

…þessar smelli viðarflísar eru snilld á svalirnar eða þar sem hentar, og svo finnst mér þetta eldstæði æði…

…það má auðvitað ekki gleyma smádóteríinu í puntið, luktir og bakkar – og búddar, allt sem þarf…

…eins og þið sjáið – þá er þetta að verða sérlega djúsí og mikið til…

…ég setti upp á litlu innipallana, og hérna eru æðislegir útistólar – sem mér finnst vera fullkomnir inni líka. Það sem virkar eins og viður, er stál og þetta eru svo þægilegir stólar…

…þið verðið eiginlega að fara og prufa að setjast í þessa…

…efri pallurinn fór undir eftirlætishengistólinn minn.
En þessi er jafn þægilegur og hann er flottur – og þá er nú mikið sagt…

…svo er það auðvitað fremst í búðinni, þar settum við upp alls konar fínerí…

…sófasettið er ótrúlega pent og eins og sést á þessu mjóa plássi, þá væri alveg hægt að nota það á svalir með því að skipta því svona upp…

…þetta fallega tesett er síðan ekta svona fyrir sumarið – mér finnst það dásamlegt…

…og fallegir púðar, þeir færa þetta allt yfir á næsta stig…

…mér að óvörum þá held ég að þetta sé eftirlætis nýja pottasettið mitt, mér finnast þessir geggjaðir…

…og auðvitað nýja ólífutréð…

…grindin/veggskilrúmið er svo flott svona með blómum á. Þetta væri t.d. tryllt á pallinn eða á svalirnar…

…hér er blómapottur sem ég skellti bara bakka ofan á, og úr verður instant mini borð. Eins eru þessir upphengipottar snilld…

…og eins og áður sagði, þá eru það oft smáatriðin sem draga þetta saman…

…létt og ljóst og fallegt…

…og eins og alltaf þá kíkjum við yfir á hinn pallinn…

…en þar setti ég fínlegt svart borð og geggjaða stóla við…

…og það er allt reddí til þess að tylla sér og fá smá að snæða í sólinni…

…þessi glæra kanna með bláu blómunum er í uppáhaldi hjá mér…

…ég setti eina “innihillu” undir öll blómin, einmitt svona með yfirbyggðu svalirnar og sólskálana í huga…

…grænu vasarnir eru alveg að gera góða hluti þarna…

…mér finnst þetta borð og stóllinn saman virka alveg ótrúlega vel…

…og þessi bekkur, hann svo flottur…

…þessi röndótta sessa er geggjuð, og hún rúllast upp sem er snilld – fæst líka í gráu. Svo er ljósasería alveg nauðsynleg á pallinn!

…enn og aftur, þá vona ég svo sannarlega að þið eigið gleðilegt sumar í vændum – vonandi verður það okkur öllum yndislegt ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Gleðilegt sumar…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *