…eins og einhverjir sem hafa verið hérna lengi muna, þá er borðstofuborðið okkar samansett úr tveimur borðum sem ég keypti notuð. Fyrst var það borðplatan sem heillaði á fyrra borðinu, og svo þegar ég fann seinna borðið þá heilluðu fæturnir. Þannig að einfaldlega voru þessi tvo element bara sameinuð svo úr varð eitt borð. Hin platan og fæturnir fengu líka framhaldslíf annars staðar. Þannig að þetta var alveg fullnýtt…
…gamla borðið okkar var náttúrulega mjög stórt. Borðplatan er 120x220cm að stærð, þannig að þetta var risi. Ef þið viljið lesa um þetta allt saman og skoða myndir – þá er pósturinn frá 2016 hér, smella!..
…en staðan var sú að við vorum farin að leita að nýju borði, en ég var alltaf að hugsa um borð sem ég sá fyrir mörgum árum og var ekki lengur í sölu. En svo gerðist það um daginn, að borð eins og ég var búin að vera með á óskalistanum kom í sölu þar sem eigendurnir voru að flytja erlendis og ég ákvað því að láta drauminn rætast!
…ég er svo hrifin af útlitinu á þessu borði. Það er svona vintage look á því, en samt fínlegra en okkar gamla…
…það er 20cm mjórra, sem sé 1m á breidd en alveg 250cm á lengd – þannig að við erum ekki að tapa miklu plássi en hins vegar að græða eitthvað svo mikið pláss í kringum borðið…
…mér finnst það alveg einstaklega fallegt – það verður að segjast eins og er…
…passlega rustic borðplatan…
…næsta mál er síðan að finna nýja borðstofustóla, en þangað til þá eru þessir alveg að njóta sín þarna. Það ætti að vera auðveldara að finna nýja stóla, en flestir stólar urðu svo litlir við gömlu borðplötuna – sjá hér..
…hér sjáið þið gamla borðið – sem sé fyrir myndina! Ef ég á að segja ykkur alveg satt þá er gamla borðið mitt enn úti í skúr, því ég get ekki alveg losað mig við það strax. Ég er svo hrædd um að sjá eftir því 🙂
…en jafnframt er ég yfir mig hrifin af eftirmyndinni. Mér finnst þetta vera alveg einstaklega fallegt borð, og gefur okkur meira pláss þarna inni og svona einfaldara útlit.
Svona aðeins meira módern en hitt borðið var ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!
1 comment for “Nýtt borð…”