…eða sem sé ég vona að þið hafið átt gleðilega og notalega páska. Þetta er nú alltaf dulítið dásamlegir hátíðisdagar, vorið á næsta leyti og alls ekki stíf dagskrá eins og tengist jólunum. Svo er mikið af súkkulaði – þetta er bara aldeilis notalegt…
…ef ég á að segja ykkur alveg eins og er þá eru þetta myndir frá því fyrir nokkrum árum – því hreinlega náðist aldrei að leggja á borð þetta árið. Það var hreinlega ekki tækifæri til þess…
…en það var samt alveg “páskó” hjá okkur. Það voru blóm í vasa og egg á borðum, allt eins og það á að vera…
…það er eitthvað svo retró við þessi litlu sætu egg og ekta að nota þau til uppstillingar líka…
…eins tók ég fallegu litlu kanínuskálina frá Búðin Decor ( #gjöf ) og setti litlar afklippur af blómum þarna ofan í…
…mér finnst það koma alveg dásamlega út…
…eins var ég með afklippur af brúðarslöri sem mér fannst kjörið að stinga bara ofan í gömlu sykurkörin…
…en mér finnst falleg blóm í vasa alveg hreint langbesta leiðin til þess að skapa hátíðlega stemmingu…
…sumir voru samt varla að nenna á fætur…
…og nú er bara komin tími til þess að pakka niður kanínunum…
…og auðvitað að klára eggin…
…vona að þessi stutta vinnuvika fari vel í ykkur og að þið eigið jafnvel enn smá súkkulaði að japla á þegar þið komið heim ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.