Helgarblómin…

…eða svona rétt fyrir helgi blómin. Rétt eins og áður þá koma þau frá Samasem heildversluninni, sem er á Grensásvegi 22 (bakhúsi) og er öllum frjálst að versla þar. En ég elska svo heitt að setja falleg, afskorin blóm í vasa og njóta þeirra…

#samstarf

…mér þykir alltaf svo fallegt að vera með svona hlutlausa litapallettu, og hér er allt í ljósu og grænu. Elska þetta…

…svo falleg saman í vasanum sem ég málaði hérna um daginn (smella hér til að skoða)…

…svo er alltaf uppáhalds að kveikja á kertum með – það þar nú ekki mikið meira til þess að gleðja…

…nú og þar sem vorið er á næsta leyti, þrátt fyrir að hitatölur segi okkur eitthvað annað, þá eru magnolíugreinarnar og annað blómstur sem minnir á vorið komið í sölu…

…svo mikið fallegt…

…hugsið ykkur bara hversu fallegt það er að hafa heilu trén svona blómstrandi úti í garði…

…ég skellti líka með hybericugreinum í vasann og leucadendrum…

…blómstrandi greinar – það er sko vorið! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *