…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.
Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreifa með ykkur því sem mér þykir fallegt.
Í þetta sinn langar mig að segja ykkur frá Anders Vange sem er annarrar kynslóðar glerblásari frá Danmörku. Hann á íslenska konu og tvö börn og þau fluttu til landsins síðasta sumar. Hann hefur nú leigt gamla verkstæði Sigrúnar Einarsdóttur á Kjalarnesi en eins og fjallað var um hér lét hún af stöfum 2017. Anders hannar og blæs undir nafninu Reykjavík Glass.
Ég er búin að þekkja Inam, konuna hans Anders, síðan hún var lítil stelpa og þannig komst ég í kynni við Reykjavik Glassware. Ég fékk glösin að gjöf, en það var ekki háð umfjöllun.
…vínglösin eru hreint einstök, en þau eru handgerð úr endurunnu gleri – og hvert og eitt hefur sinn karakter, mismunandi fót…
…og þau eru í raun bara hvert öðru fallegra, ég get ekki valið hvert heillar mest…
…glösin eru seld saman í settum – fjögur saman eða sex saman…
…sjáið hversu fagurt þetta er…
Snilldin er líka endurvinnslusjónarmiðið sem Anders vinnur eftir, en allt er unnið úr endurunnu gleri:
Fullar hjólbörur af ónothæfu gluggagleri er nú orðið að gullfallegum vínglösum. Anders hefur unnið hart að því að finna leið til að geta blásið glösin án aðstoðarmanns og hér er afraksturinn.
Hér er líka annað myndbrot:
…en Anders gerir líka hreint dásamlega kertastjaka…
…og það eru líka vatnsglös og kampavísglös…
…þetta er alveg hreint magnað að sjá…
Það er nú hægt að nálgast glösin og kertastjakana hans Anders á Safnbúð Listasafns Íslands. Í tilefni af sýningu Rúrís; Glerrregn! Kíkið við!
Mér finnst þetta vera alveg fullkomin brúðkaups eða útskriftargjöf, einstakt – endurvinnsla – handverk…
Það er líka hægt að versla vörurnar í vefverslun Reykjavik Glassware með því að smella hér!
Þið getið fylgt Reykjavik Glassware á Facebook með því að smella hér!
Reykjavik Glassware á Instagram – smella hér!
…ég get ekki beðið eftir að fara að nota þau – sjáið bara hvað þau eru fögur…
…þannig að ef ykkur langar að finna eitthvað sérstakt til gjafa, íslenska hönnun og endurvinnslu sem er alls staðar til prýði – þá mæli ég svo sannarlega með að skoða dásamlegu glervöruna frá Anders hjá Reykjavik Glass ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann,
og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!