…við höldum áfram að skoða kastalann hjá Joanna og Chip, og í þetta sinn er það þvottahúsið, stofa og borðstofa, ásamt sólskála. Við byrjum á sérlega drungalegri fyrirmynd af þvottahúsrýminu…
…en eftirmyndin er hreint dásamleg. Þvílíkt sem þetta er nú fallegt…
…þarna er skrautið í raun allt nytjahlutir og koma svo fallega út. Það þarf ekkert mikið, það þarf bara það rétta…
…sjáið þetta bara…
…sólskálinn var viðbót sem þau settu á húsið, en lýtur út fyrir að hafa alltaf staðið þarna. Flísarnar voru gamlar og endurnýttar, fluttar frá Ítalíu ef ég man rétt…
…það gerir líka svo að sjá viðarfjalirnar í loftinu og að hafa þær svona dökkar…
…svo fallegt pláss…
…útihurðin er einstaklega falleg og massíf…
…og að sjálfsögðu er grand og flott borð sem tekur á móti manni þegar inn kemur…
…það eru svo margir fallegir arnar í þessu húsi en arininn í borðstofunni – hann er nánast bara heilt herbergi, svo stór er hann…
…stórkostlega fallegur og er að njóta sín til fulls núna…
…þarna inni fær viðarklæðningin og dökki liturinn að njóta sín og arininn einmitt líka þar sem hann er ljós á móti þessum dökka lit…
…enn einn arininn í stofunni og hér er fyrirmyndin…
…og svo fallef eftirmynd. Þarna var panillinn og gluggarnir málaðir og mér finnst þetta svo gott dæmi um að það er oft fallegt að blanda saman. Það þarf ekkert alltaf að halda öllu í orginal til þess að heiðra það…
…herbergið er að njóta sín svo vel svona ljóst og bjart, og öll þessi smáatriði fá að vera í aðalhlutverkinu…
…svo þessi græni sófi á móti leðurstólunum, smá svona andstæður við allt þetta ljósa…
…elsk´etta! ♥
Kastalinn I – smella til að skoða!
Kastalinn II – smella til að skoða!