Innlit í Dorma – Tax Free…

…haldið það séu ekki bara Tax Free-dagar í Dorma núna fram til 11.mars. Sem er auðvitað snilld ef maður er að leita sér að einhverju fallegu til heimilisins, nú eða bara einhverju til gjafa. Eins og alltaf rak ég augun í hitt og þetta og gat séð ýmislegt sem að heillaði…

#samstarf

…eins og alltaf þá eru svo margir fallegir sófar til og sérstaklega mikið af fallegum litum…

…það var einmitt Licata sófinn sem ég notaði í 5.þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum Hús. Þetta var stofan hennar Helgu og hún valdi sér Rómó3 á veggina og því vildum við vera með fallegan og hlýlegan sófa með og þessi Licata hornsófi var alveg fullkomin þarna inn…

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

…þessi ljósi sófi er nýlegur og mér fannst hann alveg einstaklega fallegur…

…þessi hægindastóll og skemill er í alveg fööööölbleikum lit, einstaklega fallegur…

…Houston tungusófinn er svo þægilegur að sitja í, og þessi litur er æði – svona mitt á milli grátt og brúnt…

…svo mikið af fallegri smávöru núna, og mér fannst græna línan koma einstaklega skemmtilega út…

…það er alveg magnað hvað örlítið af gulli gerir mikið og þessir hérna skemlar eru alveg í spariskónum…

…en þessir kringlóttu skammel eru líka snilld því að það er geymslupláss ofan í þeim…

…og þau koma líka í mörgum litum…

Smella til að skoða!

…bleikir skemlar og púðar auðvitað í stíl ef vill…

…fallegar Búdda-styttur en það eru líka mjög fallegir blómapottar til…

…mér finnst þessar hillur alveg æðislegar, og þær eru aðeins dýpri en t.d. mínar svona, sem er snilld til þess að skreyta þær…

Smella til að skoða minni!
Smella til að skoða stærri!

…Belfast hillurnar eru lengi búnar að vera í uppáhaldi enda einstaklega flottar…

Smella til að skoða Belfast!

…hér notaði ég svörtu hilluna í eldhúsinu hjá Einstökum börnum, en hún fæst því miður ekki lengur – en þessi ljósa er alveg eins og það er hægt að mála hillurnar – nú eða bara filma þær…

Smella til að skoða póstinn með Einstökum börnum!

…annar fallegur litur á sófa er þessi mildi grái hérna, og marmaraborðið finnst mér æðislegt…

…vegghillan er líka sérstaklega falleg…

…hér var hún notuð fyrir ofan kaffibarinn hjá Einstökum börnum…

Smella til að skoða hillu!

….þessi er líka alveg einstök – hún er næstum eins og skúlptur á veggnum…

…notuð hér á ganginum í íbúð sem ég gerði fyrir Búseta…

Smella til að skoða póst!

Smella til að skoða hillu!

…hversu dásamlega fallegir vasar, og svo þessi spegill…

…annar fallegur tungusófi – smella hér til að skoða úrvalið!

…þessi Kentucky koníaks litur af Licata-sófanum er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Svo er snilld að bæta við skammelinu, þannig að þú sért bæði með framlengingu á sófann og auka sæti ef þarf…

…hversu fallegt er þetta!

…einn ferlega kózý hægindastóll, svona nettur retró 60´s fílingur í þessum…

…en svo eru bara til ótal mismunandi og spennandi hægindastólar, í alls konar útfærslum…

Smella fyrir hægindastóla!

…svo eru spennandi fermingartilboð í gangi, bæði á rúmum, göflum og því sem þarf til þess að gera kózý í kringum það…

Smella til að skoða tilboð!

…Samona bakkarnir eru alltaf jafn fallegir og það eru enn til nokkur eintök…

…en þeir eru t.d. alveg fullkomnir fyrir smávegis páska/vorskreytingar…

Smella til að skoða bakka!

…síðan er öööörlítið af páskadóti farið að læðast fram í búðina, en meira er væntanlegt…

…og auðvitað fullt af fallegu fyrir vorið…

…alls staðar sem er feitletrað í þessum pósti eru hlekkir, ýmist á vörurnar eða á eldri pósta.
Annars vona ég bara að þið eiguð yndisleg helgi framundan og gerið eitthvað skemmtilegt ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *