…við höldum áfram að skoða kastalann hjá Joanna og Chip, og í þetta sinn er það eldhúsið. Þvílíkt eldhús!!! Svo af því að það er ekki nóg, þá er að sjálfsögðu “Butler´s pantry” sem er fallegra en allt…
…hér sjáið þið myndina af rúminu fyrir – einhver var hrifin af veggfóðri hérna í denn…
…eins og þið sjáið þá héldu þau innbyggða skápnum og gerðu hann upp. Svo dásamlegur…
…það var áður arinn í rýminu – og þetta var auðvitað ekki eldhús heldur borðstofa. Upprunalega eldhúsið var í kjallara hússins og pínulítið. Það var því ekki hentugt að ætla að útbúa heimili sem hentar nútíma þörfum með smá eldhús í kjallara og þetta herbergi varð því fyrir valinu…
…þar sem arininn var er núna komin eldavélin, og gamla þjónalyftan á veggnum er núna kryddskápur. Þannig héldu þau líka fallega viðarverkinu fyrir ofan og það fær að njóta sín til fulls…
…kíkjum þá á brytabúrið, sem er í þessum dásamlega djúpgræna lit…
…hér sjáið þið fyrirmyndina af rýminu og arininn sem var þarna inni, eins og í svo mörgum öðrum rýmum í húsinu…
…þarna inni fékk arininn að njóta sín í upprunalegri mynd og kemur alveg dásamlega út…
…við verðum líka að gefa okkur tíma og ræða þessa glugga – sjáið hversu fallegir þeir eru…
…og hillur með dásamlega fallegum nytjahlutum, eins og fallegast er í eldhúsrýmum…
…vaskur, ofnar, ísskápar – þetta er náttúrulega bara annað eldhús…
…eins er þessi eyja alveg draumur. Viðarskenkur í raun og með þykkri marmaraplötu ofan á…
…alveg hreint dásamlegt!
Hvað er í uppáhaldi hjá þér?
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
1 comment for “Kastalinn II…”