Útstillingar í Rúmfó…

…þessi tími líður svo hratt og það var aftur komin tími á að endurraða í frontinum í Rúmfó á Smáratorginu. Við vorum með fermingartímabilið sem framundan er í huga og svo langaði mig bara að kalla smá á vorið með því að hafa þetta létt og ljóst, og bleikt – ég var í bleiku skapi.

Þannig að ég safnaði saman hinu og þessu í bleikum lit, og þetta er eitthvað svo sérstaklega mjúkur og fallegur bleikur tónn, gaman að nota hann…

…og útkoman varð mér alveg að skapi – ég komst í smá vorfíling…

…það er alltaf svoldið gaman að horfa svona á muninn á milli fyrir og eftir…

…en hér erum við með stærri útgáfuna af bleika bangsastólnum, ásamt skemli, og hann er svo djúsí og fallegur…

…þessir skápar hafa verið mjög vinsælir í krakka og unglingaherbergin, og það eru nokkrar útgáfur af kommóðum í stíl. Eins finnst mér þessi bleiku eucalyptusblóm í bastpottunum alveg draumur…

…hér sést enn önnur útgáfan af kommóðu í stíl, og þessar hillur eru líka snilld. Þær eru fyrirferðalitlar, dýpstar að neðan og mjókka síðan upp, þannig að þær eru alveg kjörnar í krakkaherbergin…

…er að fíla svo vel að setja þessa tvo mynstruðu vasa saman. Þeir harmonera svo fallega saman, og svo að blanda saman bleiku ofan í setur alveg punktinn yfir i-ið…

…gylltu boxin eru alveg geggjuð fyrir skartið – líka falleg til þess að gefa t.d. í
fermingargjöf – jafnvel með litlum skartgrip í…

…horfum yfir á hinn pallinn og hér er fyrir og eftir mynd saman…

…mér fannst þessi uppstilling eitthvað spennandi…

…rúm er mjög klassísk fermingargjöf og því var alveg kjörið að stilla því upp, og svo er geggjað að hafa falleg sængurver eða rúmteppi/púða með…

…þessar gordjöss greinar eru alveg nýjar og mér fannst þær sérlega heillandi…

…minni útgáfan af bangsastólnum, og þessi er ekkert síðri en tekur minna pláss…

…svo er auðvitað alltaf möst að vera með púða og teppi – svona til þess að gulltryggja kózýfílinginn…

…aðrir nýjir vasar, mjög fallegir á litinn…

…þetta hérna fatahengi tekur lítið pláss en er sérlega sniðugt í unglingaherbergi, þar sem íbúinn hefur gaman af því að stilla upp fallegum fötum…

….geggjaðir basthengipottar…

…vá hvað ég er að verða spennt fyrir vorinu…

…hér sjáið þið síðan helstu hlutina týnda saman á eina mynd…

…ég á svo eftir að setja inn annan póst en þetta varð bara of langt til þess að klára í einum rykk, vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *