George Clarke er breskur arkitekt og þáttastjórnandi sem hefur gert mikið af efni um endurbætur á gömlum húsum og öðru sem tengist húsbyggingum. Hann er þekktur fyrir þætti eins og: The Home Show, The Restoration Man, George Clarke’s Old House New Home, og George Clarke’s Amazing Spaces.
Skemmtilegt er að segja frá því að mikið af þessum þáttum eru inni á Youtube og það er hægt að eyða ansi hreint löngum tíma í að horfa á þá. Nýjustu þættirnir eru Ugly House to Lovely Home og mér fannst þessi hérna þáttur mjög skemmtilegur:
Eldri þættir með honum eru Restoration Man og þessi hérna finnst mér standa upp úr:
Vona að þið hafið gaman að!
Fyrra myndbandið finnst mér stór galli að risið er ekki með hurð, stiginn liggur beint upp í herbergið. Ekkert næði fyrir viðkomandi