…við erum með málverk í stofunni sem mér þykir alveg undurvænt um. Þetta er mynd sem hann pabbi minn málaði og gaf okkur í brúðkaupsgjöf árið 2005. Mér finnast litirnir svo fallegir og eins lagið á myndinni, sem fyllir vel upp í vegginn. En auðvitað er gaman að breyta stöku sinni til…
…eitt sinn prufaði ég að setja annað málverk eftir pabba, sem er í mjög ólítum stíl og litum og það er gaman að sjá hversu ólíkt yfirbragðið verður – við það eitt að skipta út málverkinu og auðvitað smáhlutum…
…og ein jólin ákvað ég að nota skáphurðar sem ég verslaði á nytjamarkaði og hafa þær fyrir ofan sófasettið. Þetta þótti mér koma ótrúlega vel út – og gaman að skreyta þetta en mig langaði að taka þetta skrefinu lengra. Þannig að mér varð auðvitað hugsað beint til Íspan, en þegar ég gerði innlit þar þá voru svo ótal skemmtilegar lausnir til, og ég komst að því að spegill er ekki bara spegill…
Smella hér til að skoða innlit í Íspan!
…en málið er sem sé að í Íspan er hægt að láta skera út fyrir sig spegil í hvaða stærð sem er, velja um ótal liti og jafnvel blanda saman ólíkum litum í einn spegil, svo má lengi leika sér með lýsingu og annað slíkt…
Speglar eru hentugir til ýmissa nota og geta breytt miklu, s.s. stækkað lítil rými og skapað fallegt og skemmtilegt andrúmsloft. Við getum skorið spegla í öllum formum og stærðum, hvort sem þú vilt fá spegil yfir heilan vegg eða snyrtispegil með LED lýsingu.
Texti fenginn af heimasíðu Íspan.
Við eigum eftirfarandi liti til á lager: Glær – Bronce – Grár – Bleikur – Blár – Gulur – Antík – Kampavín – Gull – Grænn – Himinblár – Rósrauður – Fjólublár – Dökkbleikur – Marglitur – Classic bronce – Tígul bronce – Tígul glær
Íspan getur sandblásið form, myndir og texta í spegla ásamt því að bora göt t.d. fyrir ljós eða rafmagnstengla.
Hægt er að fá tvenns komar LED lýsingu á spegla: baklýsingu og/eða framlýsingu.
- Baklýsing er óbein lýsing sem kemur fyrir aftan spegilinn. Ljósin geta verið að ofan, undir eða allan hringinn.
- Í framlýsingu er lakkhúðin blásin af speglinum og lýsingu komið fyrir í sérsmíðuðum ljósarömmum. Sandblástursfletirnir eru gjarnan útfærðir sem rammar eða rendur en einnig er hægt að sandblása texta og/eða myndir eftir óskum hvers og eins.
Hægt er að fá dimmer fyrir þrýstirofa eða snertilausan dimmer sem skynjar hreyfingu við dimmerinn (max 36 wött). Eigum einnig fjarstýrðan LED litaborða til að hafa óbeina litalýsingu fyrir aftan.
Texti fenginn af heimasíðu Íspan.
…ég fór með eina hurð upp í Íspan, til þess að skoða hurðina svona með glerinu og fyrir valinu varð Antík-speglarnir. Við festum þá svo í hérna heima, það er hægt að nota límkíttí, en við ákváðum að setja bara trélista aftan á – þannig að hægt sé að losa þá úr ef ég fæ aftur breytiveikina og nota glerið sem til er…
…það er svona örlítill brúnleitur blær á antíkglerinu – en svo er líka svona “blettaáferð” á því sem lætur það virka eldra en það er – en virkilega fallegt…
…en þetta er afskaplega skemmtileg leið til þess að breyta til, og í raun til þess að endurnýta hluti eins og þessar skáphurðar og gefa þeim framhaldslíf…
…svo auðvitað bætti ég kransi við þegar leið að jólum…
…en mér finnst líka alltaf einstaklega fallegt útlitið sem fylgir svona “frönskum” gluggum/hurðum…
…málið er náttúrulega líka að það getur kostað að eignast listaverk og annað slíkt til þess að skreyta heimilið með, þannig að speglar geta verið svo mikið og fallegt stofustáss. Bæði til skrauts og svo auðvitað endurkasta þeir birtu inn í rýmið og stækka það…
…og ég mæli líka með að fylgjast á sölusíðum á Facebook og nytjamörkuðum en þar má oft finna skápa með fallegum glerhurðum á góðu verði.
Það er bara snilld að nýta sér það ♥
Vona að þið njótið dagsins ♥
Íspan – heimasíða
Íspan – Instagram
Íspan – Facebook
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!