Innlit í Góða…

…bara svona stutt og laggott og kíkt eftir hvað er spennandi að sjá, en þessar myndir voru teknar síðastliðin föstudag. Hér rakst ég t.d. á þennan standspegil sem mér þótti ansi hreint flottur…

…annar fallegur spegill, þessi til þess að hengja á vegg…

…mér finnst alltaf gaman að skoða málverkin og myndirnar, það er oft hægt að finna fallegt þar…

…það voru nokkrir ljósahnettir til núna, en þessi þótti mér einstaklega fallegur á litinn…

…þessi jólatré hafa verið gífurlega vinsæl, þarf bara að bæta á það ljósaperunum…

…þessi ljós þótti mér alveg einstaklega töff, þrjú saman yfir eyjunni eða borðstofuborðinu…

…einn virðulegur…

…elsla svona leðurpullur, og svo eru oft alls konar fleiri…

…þessi bekkur var svolítið að heilla mig – með geymsluplássi undir…

…ok, í sannleika sagt mjög svo langt síðan þessi var hreinn. En ef hann fengi djúphreinsun og málun – þá er þetta mjög klassískur og fallegur stóll…

…tveir pinnastólar, alltaf fallegir…

…skatthol, Virum-hilla og glerskápur – það má alltaf finna eitthvað sniðugt þarna…

…ég er enn jafn hrifin af svona ljónaskálum og þessar voru mjög fallegar og kostuðu ekki marga peninga. Eins mjög svo fallegur hvítur kökudiskur á fæti…

…alltaf fallegt að grúbba saman, en þessir væru líka geggjaðir málaðir með matarsóda-trixinu góða (smella hér)

…það má líka oft finna falleg skrautblóm þarna, og sérstaklega fannst mér hortensíurnar fallegar…

…það eru alltaf einhver fallegar stell til…

…og auðvitað bollar…

…geggjaður glerkassi fyrir aðventuskreytingar, en svo ma bara nota hann sem glerkassa án loks ef vill…

…og auðvitað Mors Dag diskar og jóladiskar inn á milli. Það er bara alltaf gaman að gramsa. Það er opið núna á sunnudögum í Góða frá 12-17, og þar sem verslunin er að flytja í lok næsta mánaðar þá eru alls konar tilboð á meðan það er verið að hreinsa út ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *