…ég elska að taka rúntinn um Húsgagnahöllina því að það er alltaf svo endalaust mikið að skoða. Núna eru til dæmis að koma inn alls konar fallegar nýjar vörur, sem er geggjað – og auk þess er útsala, þannig að það er kjörið að nýta tækifærið ef þú ert að leita þér að sófa eða einhverju fallegu til þess að poppa upp heimilið. Í það minnsta sá ég heilan helling…
…eins og alltaf þá er svo mikið af flottri smávöru – og það er að koma alls konar spennandi inn – sérstaklega fannst mér mikið af fallegum styttum og slíku…
…en af nýja dótinu þá held ég samt að þessi hilla hafi verið í uppáhaldi hjá mér. En hún er full af alls konar nýjum púðum og fíneríi og mér langaði í nánast hvert og eitt einasta sem ég sá…
…svo mikið mínir litatónar, geggjuð áferð á púðunum…
…svo er auðvitað hellingur af fallegum velúrpúðum í öllum mögulegum litum…
…þessi OYOY lína er ný og alveg hreint æði, þetta er svo töff til þess að brjóta upp í uppstillingum…
Smella til að skoða OYOY-línuna!
…ég og pullu/skemlaástin er ekkert ný, en þessir skemlar eru hingsvegar nýjir og ég er að elska þessa fallegu litatóna, beisbrúnljósir og alls konar töff form og efni…
Smella til að skoða gólfpullur og skammel!
…það sem er líka svo skemmtilegt við að skoða þarna er að maður sér þetta uppsett þannig að það er ekkert vandamál að sjá þetta allt fyrir sér heima, aðalvandamálið er auðvitað að velja…
Smella fyrir Charlietown-línuna!
…dásamlegur brúnn leðurhornsófi, en sjáið líka marmaraborðin fyrir framan…
…annað dásemdar sófaborð – endalaust fallegt…
…hér er nú huggó að henda sér í stól og slappa af – þessi litur gæti líka verið svo flott með t.d. gráum sófa sem þú setur svo bara bleika púða í á móti…
Smella fyrir bleika Nelson-línu!
…annar fallegur hornsófi, og endilega takið eftir speglunum á bakvið því að úrvalið er alveg gífurlegt og þeir á útsölu…
…speglar geta nefnilega verið geggjað stofustáss líka…
…það er líka svo ótrúlega mikið af “öðruvísi” gjafavöru, sem er töff til þess að brjóta upp þetta vanalega…
…og hafið þið séð þá sætari en þessa félaga – held varla…
…svo endalaust mikið af töff vösum og kertastjökum…
…og svo verður auðvitað eldhúsdeildin að fá spes “shout out” en þar er nú til svo mikið úrval af fallegum munum…
…þarna geta held ég allir fundið sér falleg trébretti í sínum stíl…
…sælkeradeildin er ný af nálinni og svo mikið gúrm í henni…
Smella fyrir Lie Gourmet sælkeralínu!
…þessar könnur í miklu uppáhaldi hjá mér, þær eru trylltar…
Smella fyrir Nordal Andrew könnur!
…svo á efri hæðinni er auðvitað enn meira af sófum, og þið verðið að afsaka – ég er mjög heltekin af leit minni af rétta ljósa sófanum og dregst mikið að þeim…
…ég reyni alveg að renna augunum að öðrum fallegum sófum líka, en er mjög mikið veik fyrir hinum…
…þessi fannst mér reyndar mjög fallegur…
…og í svo mörgum sófum er hægt að velja um mismunandi liti og efni, þannig að það er gott að spyrja um það…
…og hversu djúsí er þessi hægindastóll og skemill…
…og talandi um æðislega hægindastóla, halló…
Smella fyrir Cooper hægindastól í bláu!
…þennan hér er ég búin að vera að horfa á í márga mánuði – hann er með þeim þægilegustu sem ég hef sest í – hægt að velja um fleiri liti/efni og stærðir…
Smella fyrir High Enda u-sófa!
…og kona með púðablæti starir alltaf mikið á sófana með púðunum…
…en auðvitað er til fullt af sófum í öðrum litum líka…
…fallegt og klassískt concole borð og þessi stóri hringspegill er æði…
…ferlega flottir hægindastólar…
Smella fyrir Gran hægindastóla!
…svo eru það öll borðstofuborðin og stólarnir sko…
…það er líka komið svo mikið af fallegum hringborðum. Hér er eitt svart með marmaraplötu…
Smella fyrir Naxos borðstofuborð!
…en svo er þetta hérna sem er meira svona off white og með þessari fallegu plötu ofan á…
Smella fyrir Nordal Erie borð!
…og annað hvítt með bæði marmaraplötu og fæti…
Smella fyrir Naxos borð í hvítu!
…hér er líka eitt viðarborð og með svona líka fallegri stækkun…
…og það er svo endalaust mikið úrval af alls konar stílum og týpum, ótrúlega gaman að skoða og allir ættu að finna eitthvað fyrir sig…
Smella fyrir borðstofuborð!
Smella fyrir eldhúsborð!
…litla fallegar vegghillur eru líka í uppáhaldi, geta breytt svo miklu í rými, og þessar hér er hver annarri flottari…
…annað consoleborð, hrikalega flott…
Smella fyrir Kare Wire console borð!
…þessi sófaborð/hliðarborð eru æði – og pörfekt með t.d þessum stól…
…einn grænn og djúsí…
…alltaf gaman að vera með stóla sem brjóta svoldið upp rýmin og þessir eru æði!
Smella fyrir Chub hægindastóla!
…nú verð ég bara að fara að velja uppáhaldssófann, það er úr vöndu að ráða…
…eins datt ég í smá púðafyllerí og það verður sett í sérpóst fyrir ykkur…
…en útsalan er enn í gangi og því er kjörið að skoða þennan bækling sem var að koma út af því tilefni, eða – ef þið hafið tækifæri til – þá mæli ég hiklaust með heimsókn í Höllina ♥♥
*Smella til að skoða útsölublað Hallarinnar! *
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
2 comments for “Innlit í Húsgagnahöllina…”