…ég er mætt á sunnudegi með lítið og einfalt DIY sem ég tel að allir eigi að geta gert. Kostnaðurinn við þetta er sáralítill og auðvelt að breyta hvaða vasa/blómapotti/lampafæti sem er með þessu. Er það ekki bara upplagt til þess að endurnýta eitthvað gamalt úr geymslunni og gefa því nýtt líf…
…í þetta verkefni notaði ég stóran hvítan glervasa sem ég fann í Góða hirðinum. Hann kostaði 1400kr.
- Það er sniðugt að eiga plastdiskamottu til þess að mála á, þá er ekki pappír að límast við það sem þú ert að mála.
- Ég set svo diskamottuna ofan á tré snúningsbakka því þá er svo einfalt að mála allar hliðar.
…það sem þú þarft í verkefni – auk þess að finna einhvern hlut til þess að breyta – er:
- Matarsódi, ég er með stóran poka sem ég verslaði í Costco og hef átt lengi.
- Málning, sniðugt að nota prufur en það er einmitt enginn gljái í málningarprufum.
- Pensill og svampur, nota fyrst pensilinn og svo svamp til þess að gera áferðina.
- Blandaðu málningunni og matarsóda saman í sérílát, þetta geymist nema í stutta stund.
…ég er litinn Ylja sem er dekktur aðeins (Ylja x2) og er hann í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu. Þið getið einmitt fengið tvær fríar litaprufur í Slippfélaginu með því að segjast fylgja SkreytumHús og fáið líka afslátt, mismikið eftir vöruflokkum…
…gott að minnast á það að málning er lifandi efni og hún vill skilja sig þegar hún stendur í geymslu. Þá þarf bara að hrista dósina vel og hræra upp í henni og þá er minnst málið að nota hana áfram. Hér sjáið þið vinstra megin óhrista dós og svo eftir að búið er að hrista upp í henni…
…í þessu er í raun ekki hægt að gera neitt vitlaust. Ég blanda matarsódanum algjörlega eftir hendinni, þið getið byrjað rólega og bætt meira út í. Því meira, því þykkari blandan og grófari útkoman…
…ég notaði svampinn til þess að dúmpa yfir þetta allt saman, og í lokinn setti ég hreinlega bara smá matarsóda beint á svampinn og gaf þessu þannig þessar hvítu skellur sem þið sjáið – svona gipsútlit…
…en mér fannst það koma vel út og gefa þessu skemmtilega hrátt útlit…
…svo verður þetta enn fallegra þegar að blóm eru komin í vasann og allt reddí…
…í þessum vasa eru hortensíur sem ég þurrkaði bara. Standa að eílífu og endalaust fallegar.
Mjög svo einfalt og skemmilegt DIY, flestir eiga einhvern afgang af málningu sem hægt er að nota, matarsódann bara í eldhúsinu og svo bara byrja á að prufa sultukrukku eða eitthvað sem til er heima.
Gangi ykkur vel og umfram allt, góða skemmtun ♥♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
3 comments for “Einfalt DIY – vasi…”