…í vikunni fór ég í Rúmfó á Smáratorgi til þess að breyta til í útstillingunum í andyrinu og á litlu pöllunum. Rétt eins mér finnst yndislegt að fríska allt upp eftir jólin, þá var ótrúlega gaman að skella upp nýjum fíling á pallana, léttara og ferskara eftir jólatímann. Mér finnst það alveg geggjað ♥
…það er alltaf gaman að poppa aðeins upp á baðherbergið með fallegum fylgihlutum, og ég ákvað að stilla upp með slíku á litla pallinum. Handklæði, mottur og svo smálegt inn á baðið…
…en rými eins og baðherbergi, sem eru oftast flísalögð, eru einmitt kjörin til þess að breyta til á með smáhlutum…
…þessar gylltu grindur eru svo fallegar til þess að hengja inn í sturtuna – eða bara á fallega snga til þess að gera skipulag eða bara skraut…
…eins geta fallegar styttur verið fallegar inn á baðherbergi…
…dásamlega fallegir litir í þessum baðmottum, og röndóttu handklæðin eru æðisleg og hægt að fá sloppa í stíl…
…þessi karfa er snilld t.d. í sumarbústaðinn – fyrir salernispappír og svo er hægt að geyma aukarúllur þarna ofan í. Svo er þessi svarta lína með sápupumpu, tannburstaglasi og klósettbursta mjög töff – og fæst í hvítu líka…
…gylltu boxin eru æðisleg fyrir skartið – svo fallegt skraut. Svo er þessi sápupumpa og tannburstaglas sérstaklega falleg…
…svarti standurinn er líka geggjaður, alls ekki plássfrekur og mjög flottur. Taukarfan er á hjólum – snilld til þess að renna undir borð…
…hér er svo yfirlit yfir það helsta á myndunum:
- Skipulagsgrindur
- Blómapottur
- Glerbox stærra
- Glerbox minna
- Veggpanill
- Búdda
- Röndótt handklæði
- Svört fatagrind
- Græn handklæði
- Baðmottur í lit
- Sloppur
- Spegill
- Vasi
- Wc-pappírskarfa
- Svartir fylgihlutir á bað
- Hillur
- Hvítt skraut
- Sápupumpa og glas
- Hvít baðmotta
…frammi í anddyrinu eru síðan sófar og hægindastólar, og í raun svona stofufílingur. Brúni sófinn og skemillinn eru ný og sérstaklega skemmtileg…
…það kom svo fallega út að setja þennan orange sófa með, og nota svo bara púða til þess að “tengja saman”…
…ábreiðan og púðarnir breyta síðan öllu þegar þessu er stillt upp…
…þessir glerskenkar/skápar eru svo flottir og endalaust gaman að leika sér með uppstillingar í þeim…
…dásamlegi uppáhaldsvasinn minn, og takið endilega eftir skrautblómunum í honum – þessi koma æðislega út…
…svo er bara að leika sér með alls konar fallegt – kertahús eru t.d. alls ekki bara jólaskraut, og kökudiskar eru líka fyrirtaks skraut…
…nú og ef þið viljið hafa skraut í glerskápum sem þið viljið að sjáist ekki, þá eru bastkörfurnar að koma sterkar inn…
…speglar eru líka dásamlegir til þess að grípa birtuna og verða stundum næstum eins og gluggar inni í rými. Þessi spegill er líka með þeim fallegustu…
…ahhhhhh svo gerir það alltaf svo mikið að setja græna litinn með, hvort sem það er í plöntum eða öðru skrauti…
…inni í búðinni er líka búið að setja upp þessa fallegu borðstofu, en þetta nýja borð finnst mér líka sérstaklega fallegt…
…og hillan er að koma svo vel út. Held t.d. að ef þið eigið veggpláss og safnið múmínbollum þá væri geggjað að setja svona upp, jafnvel 2-3…
…seinasti pallurinn og við erum með hvítan “bangsasófa” hérna en höldum áfram í þessum rúst orange púðum með…
…enda kemur það vel út að poppa þetta aðeins upp, takið líka eftir hversu falleg mottan er…
…hægindastóllinn er í sama stíl, og mér finnst það koma vel út að grúbba svona litlum borðum með…
…en þessi glerborð eru í miklu uppáhaldi og eru saman á útsölunni á undir 9þús kr. Hærra borðið er síðan náttborð – en mér finnst það líka alveg ekta svona inn í stofu eða sem t.d. bara blómastandur…
…þessi skápur er alveg hreint truflaður…
…kemur líka skenkur í sama stíl…
…ljós, púðar og teppi sem síðan alveg möst til þess að mynda kózý stemmingu…
…og auðvitað blóm og kerti…
…smá tenging á milli pallana er nefnilega alveg nauðsynleg að mínu mati…
…vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥