…ég veit ekki með ykkur en ég sat á mér eins lengi og hægt var. Var þæg og góð allan nýársdag og svo á mánudeginum, þá hófst verkefnið: Jól í kassa. Ég veit bara um eitt sem jafnast á við gleðina að setja upp jólin, og það er einmitt að taka þau niður. Ég ELSKA það ♥
Það verður allt svo ferskt og hreint og nýtt. Um að gera að nýta tækifærið og þurrka vel af og þrífa, og prufa svo að endurraða á nýja staði. Koma hreyfingu á orkuna innan heimilisins.
Þau eru samt líka falleg á leiðinni niður blessuð jólin!
…það er fátt eitt betra en að horfa yfir húsið og finna svona frið innra með sér, eins og Moli gerir greinilega…
…það er þó eitt og annað sem fær að vera áfram um stund. Leyfði t.d. stjörnunum að hanga í eldhúsglugganum, enda eru nú stjörnur allt árið um kring og því alveg leyfilegt skraut áfram…
…eins og alltaf þá fara nytjahlutirnir upp sem skraut í eldhúsinu, alveg eins og mér líkar best…
…bætti smá eplum með könglunum, svona til þess að fríska upp á þetta…
…og snjór og hús víkja úr krukkunum, og í staðinn kemur pasta/morgunkorn og ýmislegt annað…
…borðstofuborðið okkar er risastórt, það er 120×240, og ég ákvað því að nota stóran blómapott með þurrkuðum hortensíum á borðið. Síðan er ég með gamalt viðartrog sem er kjörið fyrir afgangskertin frá jólum…
…málverkið er mætt aftur upp á vegg í stofunni, en ég saknaði þess. Þetta er mynd sem pabbi málaði og gaf okkur í brúðargjöf 2005 og mér þykir svo vænt um hana…
…svo er ekki spurning um að konan er með blæti fyrir kertastjökum…
…jólatréð niður og í staðinn fékk monsteran að snúa aftur í stofuna…
…ég er að segja ykkur það, það veitir mér svo mikla gleði að fá þetta allt svona hreint og afjólað. Vöndurinn frá gamlárs stendur þó enn fyrir sínu og gleður…
…enda er fátt fallegra en að vera með afskorin blómí vasa, og svo er auðvitað möst að kveikja á kertum…
…svo eru lampar og slíkt það sem þarf til þess að gera mjúka og þægilega stemmingu í vetrarmyrkrinu…
…enda eru kertin víða…
…vona að dagurinn ykkar verði ljúfur! ♥♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!