…við tókum á móti nýju ári hérna heima hjá okkur, ásamt góðum vinum. Þannig að mér fannst bara kjörið að hefja nýja árið með myndum af áramótaborðinu.
Borðinn sem hangir í glugganum fékkst í Nettó, og var líka til silfraður…
…oft hefur áramótaborðið mitt verið svart og hvítt, en mig langaði að vera í bara mildum brúnum tónum núna og ég notaði bara það sem ég átti fyrir hérna heima…
…en ég reyni alltaf að passa bara upp á hattana og þetta skraut á milli ára, er bara með þetta í kassa á háaloftinu. En mér finnst oft svo mikið af pappadóti selt fyrir þetta kvöld sem endar svo í ruslinu. En krulluðu lengjurnar sem liggja yfir borðið og hanga í ljósakrónunni var það eina sem ég þarf að endurnýja…
…servétturnar eru reyndar nýjar, eins og gefur að skilja, og fengust í Húsgagnahöllinni. Þær eru frá Reykjavík Letterpress og mér fannst þessar mjög viðeigandi fyrir kvöldið, svo geggjað flottar…
…renningarnar á borðinu eru frá Rúmfó, þetta er ein rúlla sem ég klippti bara niður og það var enn eftir á rúllunni. Þetta er ódýr og sniðug lausn til þess að poppa upp borðin fyrir svona hátíðleg tilefni, og eins er fallegt að hafa dúk undir líka…
…síðan eru bara kerti, könglar og tvö hvít jólatré sem fengu að vera borðskreytingar…
…þetta var allt að tóna vel saman…
…stjörnulengjan í ljósakrónunni er frá Húsgagnahöllinni og mér finnst hún æðisleg, en svo voru bara krullulengur settar ofan á. Gervigrenið er búið að vera á krónunni allan desember…
…svo er “nauðsynlegt” að vera með fallegan áramótavönd, og hann varð extra hátíðlegur í þessum geggjaða vasa úr Rúmfó. Stjakarnir eru frá Myrkstore.is og dásamlegu jólatrén frá Ker. Kertastjakarnir litlu eru svo úr Winter Stories-seríunni frá Dóttir…
…jólatréð fékk smá áramótameikóver með englahári, en ég keypti það í Bauhaus í desember…
…reddý fyrir kvöldið, með gullið í gullkjól…
…með mínu besta fólki ♥♥♥
…og vinkona mín kom með þennan glæsilega eftirrétt þannig að við vorum í sérstaklega góðum málum ♥
…enn og aftur, gleðilegt árið til ykkar allra og hafið þökk fyrir þau gömlu. Ég er spennt fyrir nýju ári, nýjum verkefnum og almennri gleði – og óska ykkur öllum þess sama ♥♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Þetta er alveg mjög flott alveg eins og allt sem þú gerir í uppsetningu 🙂 og gleðilegt árið 🙂