Gleðilega hátíð og nýtt ár…

…skrítín jól að baki. Veikindi, eins og hjá svo mörgum, en ég lagðist í bólið með flensu og síðan kristallalos í höfði/eyrum og er enn ekki orðin góð. Svona rétt til þess að útskýra fjarveru mína að einhverju leyti.

En áður en ég varð lasin þá gátum við haldið í hefðina og fórum á árlega Baggalúts-jólatónleika, fyrst út að borða og svo smá rölt í ísköldum miðbænum. En gaman var það…

…þar sem ég var endalaust lasin þá tók ég lítið af myndum af pökkum, var ekki viss um að ná að pakka þeim inn einu sinni, en auðvitað varð ég að setja smá slaufur og svona. Maður ræður bara ekki við sig…

…og á aðfangadag stóð skreytt tréð í stofunni og allir pakkarnir komnir undir tréð. Þannig að húrra, þetta reddaðist…

…matarborðið tilbúið, með juleaften-diskunum sem forréttadiskaum, að vanda…

…eftir miðju borðinu var svo gervigrenilengja, kertastjakar og gömul tré sem ég átti, og nokkrir könglar með. Dúkurinn er gamall og fékkst í Húsgagnahöllinni, en hann fæst núna í Bast í nokkrum litum…

…jólabörnin mín við tréð, ekki lengur mjög smá…

…svo þegar gengið var frá af jólaborðinu, þá notaði ég sama efnið og var á borðinu og setti það á bakka…

…þannig varð alveg óvart til skreyting sem ég er svo ánægð með – grenilengjurnar eru síðan bara utan með bakkanum sem láta hann virka stærri…

…jólakózý í hjónaherberginu líka, krans og auðvitað bjöllur innan í…

…ég er að verða vanaföst, en ég hef haft þessi tré undanfarin ár, og bara breytt aðeins uppöðun á þeim…

…stundum er kannski óþarft að breyta bara til að breyta…

…ég á eftir að gera sérpóst með speglunum sem ég setti upp í stofunni…

…og að lokum:

Nýtt ár – nýjir möguleikar – hreint blað!
Nýtt ár er alltaf loforð um að nú sé tækifærið í að finna sína bestu hlið og breyta “rétt”.  Það er ekkert til sem heitir að gera allt rétt, eða að sigra heiminn í raun og veru, en hins vegar er alltaf möguleikinn að breyta sjálfum sér og jafnvel sínum aðstæðum.
Það er nefnilega þannig að það er mjög erfitt að breyta heiminum, það eru nefnilega svo afskaplega margir í þessum heimi þið skiljið.  En það er “auðveld” lausn á þessu, og hún er sú að ef hver og einn breytir einhverju hjá sjálfum sér, og sýnir sína bestu hlið, þá gæti ansi margt breyst á ansi skömmum tíma.
Við getum illa breytt hegðun annarra, en við getum breytt því hvernig við bregðumst við hegðun náungans.

Mér þykir afskaplega vænt um ykkur lesendur mína, sem og ykkur sem eruð inni á SkreytumHús-hópnum, og auðvitað á Insta, og eruð þarna af heilum hug og njótið þess að taka þátt í samfélagi sem vill vera að breyta og skreyta, og auðvitað bæta!

Takk fyrir mig, takk fyrir gömlu árin og ég vona að árið 2023 verði ykkur dásamlegt og hamingjuríkt ♥

Soffia

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

2 comments for “Gleðilega hátíð og nýtt ár…

  1. Guðrún G.
    31.12.2022 at 08:49

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt sem þú gefur af þér til okkar hinna 🥰

  2. sigriður þórhallsdóttir
    01.01.2023 at 18:43

    Gleðilegt ár og takk fyrir allt sem þú hefur gert hérna inn á Skreytum hús síðunni 🙂
    Ég hef lesið síðunni í mörg, mörg ár og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt svo bara takk fyrir frábæru vinnuna sem þú hefur látið til okkar sem hafa áhuga á að skreyta, föndra og slíkt 🙂 og fylgast með flottu síðunni þinni 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *