…ég vildi týna til nokkrar vörur og gera svona jólagjafahugmyndapóst (vá það er langt orð). Þetta eru vörur sem ég hef mikið verið að nota á árinu sem er að líða og svo bara þær sem mér finnst alveg kjörnar til gjafa. Í dag langar mig að sýna ykkur nokkra eftirlætishluti í Rúmfó:
Falleg sængurver eru alltaf klassísk gjöf og það eru svo mörg falleg til núna!



…púðar eru alltaf uppáhalds og þessi er nýlegur og mjög svo fallegur. Hann er ljós og hlutlaus, en skrautið gefur honum mikinn karakter og bóhófíling…

…fallegir speglar eru ekki bara til þess að spegla sig í, neineinei – þetta getur verið alveg fyrirtaks veggskraut og ef staðsett á réttum stað, jafnvel gert herbergin svo miklu bjartari og stærri. Þessi er sérstaklega fallegur, og ekki síðri þegar það eru settir nokkrir saman!
Smella til að skoða!
Svipaður í gylltum lit!

…svo er þessi stóri líka algjör draumur…

…þessi hérna stóri græni vasi er æðislegur, hann er á óskalistanum mínum!

…þessi strá og vasi er blanda sem bara getur ekki klikkað – dásamlega falleg!
Smella til að skoða strá!
Smella til að skoða vasa!



…marmarabakkinn passar alls staðar, baðið – eldhúsið – stofuna, alls staðar flottur!




…þessi blaðagrind er ný og ferlega töff, sniðug fyrir tímaritin eða jafnvel bara einhvers konar blaðaskipulag á skrifstofur…

…þetta teppi var að koma í þessum fallega ljósa lit inn í haustið, og þar sem ég hef átt græna teppið til margra ára – þá get ég mælt með því af öllu hjarta, svo mjúkt og kózý!

…alltaf gaman að fá nýjar pottahlífar og þessar eru æðislegar – allt í þessum fallegu mildu tónum…
Smella til að skoða!
Smella til að skoða!



…nýji uppáhaldsvasinn minn, úr brass og endalaust bjútífúl…



…vetrinum fylgir alltaf meiri kertanotkun og þetta er alveg sérlega fallegt, svo er hægt að nota glasið fyrir sprittkerti þegar kertið sjálft klárast!



…lampar eru nú eitthvað sem maður getur stungið hér og þar, og mynda einmitt huggulega stemmingu í myrkrinu – mér finnst þessi mjög fallegur…

…svo eru náttúrulega bastkörfur alltaf sérlega falleg leið til þess að geyma alls konar góss, hér eru tvær sérlega myndarlegar…


…nú ef þið eruð með bekki eða skemmla, þá eru svona gærur alltaf snilldarleið til þess að koma inn með kózýfílinginn, þessar koma í mörgum litum og svo má bara henda þeim í vél – snilld!


…þetta hjólaborð er geggjað sem náttborð – flott í eldhúsið – barborð – eða bara fyrir blóm, gæti ekki verið betra!


…Harsyra-dúkurinn og servéttan er æðisleg, líka til í hvítu og er algjörlega tímalaus…


…og svo þarf auðvitað diskamottur – og þessar hérna, þær klikka ekki…

…eftirlætispúðarnir mínir, og þessir – þeir passa allir saman!



…vona að þið hafið haft gaman að – njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥