Jólagjafahugmyndir…

…ég vildi týna til nokkrar vörur og gera svona jólagjafahugmyndapóst (vá það er langt orð). Þetta eru vörur sem ég hef mikið verið að nota á árinu sem er að líða og svo bara þær sem mér finnst alveg kjörnar til gjafa. Ég ætla að gera nokkra svona pósta, og þessi er sá fyrsti: Húsgagnahöllin – þannig að allar vörurnar sem þið sjáið hérna fást í þar og það eru beinir hlekkir á vefverslun þeirra. Eins er Tax Free núna fram til 15.des og því hægt að gera góð kaup!

Ég fékk mér þennan kertastjaka fyrir seinustu jól og hann er æðislegur – hægt að snúa á tvo vegu og einstaklega flottur…

Smella hér til að skoða!

#samstarf

Hér er svo stjakinn kominn í skál og verður að fallegri skreytingu.

Nordal hringveggstjakarnir eru alltaf jafn flottir og ég er búin að dásama þá endalaust. Fullkomnir í jólapakkann – smella hér til að skoða póst fullan af myndum

Smella hér til að skoða!

PTMD Zadie vegghilla svört metal er geggjuð vegghilla og væri ótrúlega flott á vegg með td tveimur veggkertastjökum!

Smella hér til að skoða!

Ég elska Kahler Urbania kertahúsin, og hef verið að safna þeim til marga ára. Þau fást núna í höllinni og að mínu mati er þetta hin fullkomna vinkonu/systra-gjöf.

Smella fyrir Kahler kertahús!

Nordic Vanilla Broste stellið  er alveg hreint yndislega fallegt. Svo stílhreint og mikið af flottum fylgihlutum. Þannig að ef þið eruð að leita að nýju stelli til þess að safna, eða gefa, þá er þetta pottþétt eitthvað sem þið ættuð að skoða. Smella hér til að skoða póst þar sem stellinu er stillt upp!

Smella hér til að skoða stellið!

Múmínaðdáendur eru alveg ótalmargir, og þessar hérna bollarnir eru alveg yndislegir…

Smella til þess að skoða Múmín!

Þessi hérna geggjuðu glös eru úr Iittala Thule línunni, og eru hugsuð fyrir kampavín og slíkt. Svo falleg og fínleg…

Smella hér til að skoða!

En öll Thule línan er í miklu uppáhaldi hjá mér og algjörlega tímalaus klassík, við eigum einmitt svona glös og þau koma frá tengdaforeldrum mínum og voru keypt í kringum 1970…

Smella hér til þess að skoða!

Iittala Nappula kertastjakarnir eru svo flottir, og koma í tveimur litum. Hér eru líka tveir hvítir settir saman og litlar blómaskreytingar settar í staðinn fyrir kerti á tveimur stöðum.

Smella til að skoða!

Holger bakkarnir eru búnir að vera í uppáhaldi síðan ég fékk þá, og ég fæ bara ekki nóg. Þeir eru svo flottir og auk þess stöðugir þannig að hægt er að setja alls konar olíur og krydd, og svo bara hvað sem manni dettur í hug. Smella hér til að skoða póst með alls konar útfærslum.

Smella fyrir Holger bakka!

Hér eru þeir notaðir fyrir jólaskreytingar…

Kökudiskar á fæti eru reyndar sérstakur veikleiki hjá mér, og reyndar mörgum öðrum. Þeir gerast ekkert mikið fallegri en þessi hér.

Þessar könnur voru líka að koma nýjar frá Nordal og heilluðu mig alveg. Svona blágrár litur á þeim og eitthvað svo fallega “gamlar” að sjá…

Smella fyrir Nordal könnur!

Ást mín á húsum bar mig ofurliði og Lene Bjerre húsin eru ofan á arninum heima, og ég er alveg að elska þau! Með þeim fóru nokkur jólatréskerti, sérstaklega falleg…

Smella fyrir Lene Bjerre kertahús!

Smella fyrir stóru fallegu klukkuna!

Það eru líka komnar ótrúlega skemmtilegar sælkeravörur í Höllina og það væri skemmtilegt að raða þannig saman í pakka og setja t.d. falleg trébretti með – smella til að skoða póst með sælkeravörunum

Smella fyrir sælkeravörur!
Smella fyrir trébretti og bakka!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *