…enn og aftur brá ég mér af bæ og fór í Rúmfó á Smáratorgi til þess að jóla aðeins meira upp pallana. Það er nú nefnilega staðreynd að það er alltaf allt að seljast úr þessum uppstillingum og því fullþörf á að laga þetta til reglulega. Eigum við að skoða þetta saman?
Ég tók smá svona rauðan pól í hæðina hérna inni, við erum með amaryllis-blóm í luktunum, jólasveina og hnotubrjóta. Ég er alveg að missa mig í rauðum greinilega 🙂
…mér fannst þessi sérstakelga sætur þar sem hann var með prjónahúfu, og í sokkum og vettlingum í stíl. Skemmtilega gamaldags…
…eins er alltaf fallegt að þræða jólaseríur innan í luktir og þessi jólapúði er alveg yndislegur…
…hnotubrjótar og kerti, krans utan um og þið eruð komin með fallega og einfalda jólaskreytingu…
…það þarf ekkert mjög mikið til þess að skapa fallega stemmingu…
…fram í andyrinu setti ég reyndar allt í svona hvítu og ljósu, í bland við svart, eins og ég fíla sjálf best. Reyndar eru þetta nánast sömu húsgögnin og áður en bara breytt uppröðun og bætt við…
…þessi hægindastóll er svo fallegur og skápurinn er alltaf upáhalds hjá mér…
…litlu gulldiskarnir eru nýjir og geggjaðir undir kerti, og líka fyrir skartgripi t.d. á náttborðið…
…ég setti síðan skrautgreinar inn í tréð, svona til þess að breyta aðeins til og það var svoldið skemmtilegt…
…þetta borð og stólar eru svo flott kombó…
…og þessi ljós eru trufluð, sérstaklega svona tvö eða fleiri saman…
…og þessi gyllta lukt er svo flott – og þar sem það er glervasi innan í henni, þá eru hún líka geggjaður blómavasi…
…svo þarf auðvitað að hafa samræmi á milli pallana, og það er einmitt kominn mini-sófi sem ég sýni ykkur betur á seinni myndum…
…blanda saman jóló og ójóló, svona rétt eins og maður gerir heima hjá sér…
…annar bakki með tveimur kertastjökum og hnotubrjót…
…en þeir eru einmitt svo flottir til þess að skreyta með einhverju til að hanga innan í…
…þessi minisófi er fullkominn í unglingaherbergið t.d., passlega stór í svoleiðis…
…og svo er alltaf möst að hafa jólatré á þessum árstíma, líka í útstillingum…
..elska líka stóra spegilinn sem sést þarna í baksýn, en hann er einmitt á tilboði núna…
…og í þessu setti ég gylltar glamúrgreinar svona inn á milli til að poppa þetta aðeins upp…
…það er alltaf gaman að skreyta tré með öðru en hefðbundnu jólatrésskrauti…
…stórar luktir með hvítum kertum eru alltaf fallegar og hátíðlegar…
…húsin eru í uppáhaldi og með 20%afslætti og hnotubrjótarnir eru með 50% afsl…
…og eru svo flottir raðaðir svona nokkrir saman…
…
- Langelinie glerskápur – smella
- Tusenfryd ábreiða – smella
- Egelev sjónvarpsbekkur – smella
- Hægindastóll – smella
- Spegill – smella
- 2ja sæta sófi – smella
- Skemill – smella
- Svartir kertastjakar – smella
- Lukt – smella
- Púði – smella
- Skenkur með glerhurðum – smella
- Studstrup – stór spegill – smella
…vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥