Desember er kominn…

…og ég er svo þakklát fyrir það! Ég held nefnilega að allir þessir dagar sem eru komnir í nóvember, 1111 – Black Friday og þar fram eftir götum séu að taka ótrúlega mikla “orku” frá okkur mörgum. Það er svo mikið áreiti um allt sem við eigum að vera að kaupa og græða og alls ekki missa af neinu. Núna langar mig bara í rólegheit og finna svona jólin innan í mér. Þau eru þarna einhversstaðar…

…það var mér því líka mikið gleðiefni að vakna í gærmorgun og allt var orðið svona fallega hvítt og frosið, alveg fullkomið til þess að koma manni í jólagírinn…

…svo er líka alveg möst að muna að kveikja á dagatalskertinu mínu fallega, og njóta þess að sjá það brenna niður. Kertið er frá Vast.is en stjakinn er frá Dottir, Nordic Design, en kertið smellpassar ofan í…

…ég á einmitt líka fallega aðventustjakann frá sama merki, en fékk hann í jólagjöf í fyrra…

…og íkorninn er líka dásamlegur, en gyllta klukkuspilið snýst þegar kveikt er á kertinu…

…svo á eldhúsborðinu er stóri kransinn, en það er komin tími á að kveikja á öðru kertinu í dag…

…ég fékk líka ótrúlega fallega aðventugjöf í gær, frá þeim Auði og Sylvíu hjá 17Sortum…

…ótrúlega fallegur og veglegur pakki, og það sem meira er – sérlega gómsætur…

…yndislegar skvízur…

…þessi krúttaralegu hreindýr eru svokallaðar kakóbombur og maður setur þær ofan í heitamjólk – svo skemmtilegt. Svo var þessi súkkulaðimús eitthvað annað….

…ég setti líka saman ostabakka til gjafa um daginn, og notaði í grunninn tvo bakka frá Húsgagnahöllinni, en þetta kom mjög skemmtilega út…

…eins er ég að þrjóskast við og nota enn gallajakkann núna í desember, en er bara alltaf með stærri og stærri trefil 🙂

…endum þetta á fleiri myndum frá fallega gærdeginum…

…svo er bara að hugsa sér, annar í aðventu í dag og bara 20 dagar til jóla. Mikið afskaplega líður tíminn alltaf hratt – er engin bremsa á þessu? ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann,
og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *