Jólaskreytingar…

….við erum öll í jólagírnum núna og það er víst bara ekki seinna vænna, því fyrsti í aðventu er einmitt á morgun. Það er ekki einleikið hversu hratt tíminn líður. En núna ætlum við að skoða heilan helling af skreytingum, og eins og alltaf – einfalt og auðvelt fyrir alla.

Allt efnið í póstinum er því frá Húsgagnahöllinni, nema annað sé tekið fram, og er pósturinn unninn í samstarfið við þá, en líkt og ávalt þá er allt efnisval og hugmyndavinna í mínum höndum…

…byrjum alveg á byrjuninni, þessi jólatré eru eitthvað það fallegast sem ég hef séð lengi. Þau eru svo raunveruleg, og svo þegar þau eru sett ofan í pott þá verða þau enn betri (annars er strigi vafinn utan um fótinn. Svo er það nýja svarta skálin sem mér finnst geggjuð og Maríu-styttan (kemur í fleiri stærðum) er svo fallega vintage…

Shishi jólatré H 90cm – smella hér!


…svona skálar eru ekki bara fallegar fyrir áxecti eða eitthvað slíkt, heldur eru þær kjörnar fyrir kerti og skreytingar. Hér er einstaklega fallegt aðventukerti í hörlit…

Nordal Kepel skál á fæti svört ál – smella hér!
Meyjarstytta – smella hér!
Aðventukerti 20cm linen grátt – smella hér!

…og svo þarf svo lítið til þess að gera jólastemminguna….

…bara minikönglar og snjórinn fallegi, bæði fæst í Höllinnni…

…svo bara varð ég að byrja á að sýna ykkur dásamlegu jólakertin frá Sirius, en þau koma í fjöldamörgum útfærslum og snilldin er að þú kaupir sér fjarstýringu, og svo dugar ein fjarstýring til þess að kveikja á þeim öllum á sama tíma, nú eða slökkva. Líka hægt að tímasetja þau. Sirius-ljósin eru líka öll á 40% afsl þessa dagana…

Sirius glerljósajólatré h 16,5cm – smella hér!
Sirius glerljósajólatré h 9cm 2 stk – smella hér!
Sirius Claire jólatré mini 4 stk – smella hér!
Sirius Clara jólatré mini 4 stk – smella hér!
Sirius jólatré h 19cm – smella hér!
Sirius jólatré h 16cm – smella hér!

…hér er svo ein einstaklega einföld, en mér fannst hún koma svo hátíðlega út. Gylltur bakki og stjaki, og svo fallegu led-jólatrén röðuð í kring. Svo bara pínulítið af snjóföl sem við setjum yfir bakkann. Þessi fallegu hörlituðu kerti eru led og gætu ekki ferið fallegri, loginn flöktir örlítið – og ég mæli mikið með að kaupa fjarstýringuna með…

Nordal Nosa kertastjaki gylltur f/4 kerti – smella hér
Nordal Kodiak gylltur stálbakki – smella hér!
Sirius glerljósajólatré h 16,5cm – smella hér!
Sirius glerljósajólatré h 9cm 2 stk – smella hér!
Sirius Claire jólatré mini 4 stk – smella hér!
Sirius Clara jólatré mini 4 stk – smella hér!
Sirius jólatré h 19cm – smella hér!
Sirius fjarstýring – smella hér!
Deluxe ledkerti – smella hér!
Deluxe fjarstýring -smella hér!

…hér er ég að nota uppáhalds diskana mína, elsku Holger – sem ég er búin að sýna ykkur oftar en leyfilegt er. Hér eru dásamlegu viðarhúsin sett á þá, svo jólatré sem fást reyndar í Dorma. Dass af snjó, og dýrin eru úr plasti og fengust í Toys R Us. Svo bætum við snjó og könglum við eftir smekk…

Holger minni – smella hér!
Holger stærri – smella hér!
Kirkjuhús með led ljósi – smella hér!
Hús með led ljósi – smella hér!

…sama uppstilling en hér er fallegu ledjólatrén sett með…

…mér finnst þessi hérna koma ofsalega fallega út – stílhrein og hátíðleg…

…aftur erum við að nota Holgerbakkann, stærri týpuna, og setjum ofan á gyllta kertahringi, sem eru seldir saman fjórir í setti…

Gylltir aðventukertahringir – smella hér!

…kertin fallegu eru líka ledkerti, og þau eru orðin svo raunveruleg…

…svo er það þessi hérna, aðventustjaki/skál. En það er hægt að nota hann á þrenna vegu: stálskál sem er mjög falleg, setja lok ofan á og á því eru fjórar kertahöldur, snúa lokinu við og þá er þetta bara sléttur toppur. Þessi er dásamlegur!

Nordal Pico aðventustjaki – smella hér!

…hér sjáið þið hann með lokinu með kertahöldunum, og það er hægt að skreyta hann á svo marga vegu…

…hér sést svo lokinu snúið niður og þá er þetta bara slétt…

…og þannig má líka leika sér endalaust með þetta. Hér höfum við dagatalskerti, kertaköngla og hreindýr…

Lene Bjerre hreindýr, margar stærðir og litir – smella hér!
Könglakerti – smella hér!

…svo varð ég bara að leyfa mynd af þessu krútti að fljóta með. En þetta er stjaki sem kemur með lukkutröllunum og það er til dagatalskerti sem passar einmitt í hann…

Lukkutröll Pinedam jólakerti með niðurtalningu – smella hér!
Lukkutröll jólakertastjaki 15 cm – smella hér!

…Sirius-ledkertin koma líka í aðventuútgáfu, bæði svona og dagatalskerti…

Sirius aðventukerti 4 stk hvítt/gull – smella hér!

….Nordal Brick viðarkassi er alveg nýr í höllinni og mér finnst hann svo flottur. Geggjaður fyrir svona skreytingar, en líka bara undir olíur eða krydd í eldhúsið t.d. Svona ekta vintage útlit…

Nordal Brick viðarkassi – smella hér!
EE kubbakerti – dagatal 25cm hvítt – smella hér!

…og ég verð að minnast á snjóinn sem er kominn í Höllina, en þetta eru bæði þær fallegustu umbúðir fyrir jólasnjó sem ég hef séð og svo er hann alveg dásamlega fallegur, glitrar og sindrar á hann. Svo fást líka alls konar kertastatíf í skreytingarnar sem er snilld…

Shishi kassi með gervisnjó – smella hér!

…aftur hann Holger stærri hérna, jólatréskertin í ýmsum stærðum og eitt hreindýr, smá snjór og við erum með fallega bakkaskreytingu…

…og það er hægt að nota alls konar hreindýr eða fígúru með svona, gæti verið eitthvað gamalt og fallegt sem þið eigið heima…

…þessi skál er úr Höllinni en er því miður uppseld, en ég er með kertastjaka ofan í henni og svo bara köngla, mosa og snjó. En það væri líka hægt að nota aðventuskálina sem ég sýndi ykkur hér að ofan, og svo bara setja stjakann þar ofan í…

Nordal Senja kertastjaki fyrir 4 kerti – smella hér!

…finnst þessi uppstilling koma mjög fallega út, nema hér er ég komin með ledkertin við – enda stendur skreytingin við gardínu og þá þarf að passa upp á eldhættu…

…við endum svo hérna á smá kózýstemmingu í eldhúsinu, þar sem við bíðum eftir fyrsta í aðventu…

…vona að þetta gefi ykkur einhverjar skemmtilegar hugmyndir og að þið náið að nýta þetta með einhverju af því sem þið eigið fyrir, og blanda kannski einhverju nýju með ef það er að heilla! Ég þess svo að þið eigið alveg yndislega aðventuhelgi framundan ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *