Jólaskreytingar…

…í gær sýndi ég ykkur innlit í Rúmfó á Smáratorgi, en ég ákvað að það væri alveg kjörið að setja bara saman nokkrar skreytingar fyrir ykkur – sem allaf eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega einfaldar og þægilegar í uppsetningu. Allt efnið í póstinum er því frá Rúmfó og er pósturinn unninn í samstarfið við þá, en líkt og ávalt þá er allt efnisval og hugmyndavinna í mínum höndum…

Hér er samantekt með vörunum sem ég nota en þið fáið líka mynd á eftir hverri skreytingu með upptalningu á því efni sem notað er…

Hér er ein falleg, bakki á fótum og ofan á hann er bara lagður krans. Síðan er kertahringur með ledkertum. Innan í er svo raðað skrauti að eigin vild: hnotubrjótar og jólatré urðu hér fyrir valinu. Svo er það blessaður snjórinn sem kemur með jólafílinginn í hvelli…

…útkoman er stílhrein og falleg, og þú ert komin með krans sem getur staðið að eilífu amen, ef þú vilt það…

…það er eitthvað hátíðlegt við þennan!

Þessi gæti ekki verið auðveldari, þetta eru bara stjakar á bakka og snjór….

….síðan er hægt að setja hvaða jólakúlur sem er með, nú eða bara köngla. Ledkertin eru líka snilld, mjög falleg og vaxáferð á þeim, svo er bara þrýst ofan á til þess að kveikja og slökkva…

…svo má líka setja bara eina styttu, sem er oft sérstaklega fallegt þegar það er lítil kríli – því þau verða oft spennt fyrir svona krútti…

Þessi varð óvænt í smá uppáhaldi hjá mér: bakki, dagatalskerti og eitt skrautkerti. Lengja með hvítum berum lögð utan með og svo bara þrjú keramikjólatré. Snjórinn og könglarnir setja svo punktinn yfir i-ið…

…þetta verður svona eins og lítill jólaskógur…

…og fallegt að hafa til þess að telja niður dagana fram að jólum…

Bakki og kertahringur, sem er vafinn með greinalengju. Ledkertin góðu og slaufur. Snjórinn klárar svo stemminguna…

…mér finnst þetta koma svo fallega út – þessi einfaldleiki er góður…

…hér er svo það sama og hér að ofan, nema trjánum er bætt inn í hringinn. Það er nefnilega svo auðveld að breyta svona til…

…og hér eru svo dásamlegar glerkúlur settar innan í…

Bakkarnir eru líka kjörnir fyrir lítil jólaþorp, með húsum og trjám,
og segið það með mér – dasss af snjó með…

…þessi er svo líka uppáhalds: svoldið svona stór og voldugur!

Hér er svarti bakkinn á fótunum, og ofan á hann lagður trébakki. Stóri flotti gervikransinn er einfaldlega lagður ofan á og innan í koma stór kerti. Þessi eru alveg 30cm, og það er kertin sem ég vel alltaf í minn krans því ég vil helst geta haft kveikt á kransinum allan desember…

…hér bætti ég við glerkúlunum innan í, og stakk könglagreinum með. Því að það er alltaf hægt að bæta við, taka frá og halda áfram að leika sér með þetta…

Vona að þið hafið haft gaman að og svo eru myndbönd þar sem skreytingarnar eru gerðir inni á Instagramsíðunni minni!

Njótið dagsins sem best og munið að hafa gaman að þessu bjástri ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *