…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi. Í dag ætla ég að beina sjónum mínum að Rigel.is sem er vefverslun sem flytur inn og selur dásamlegu PomPom töskurnar meðal annars.
Heimasíða Rigel.is
Rigel.is á Facebook
…ég er búin að vera með augun á þessum töskum lengi enda eru þær einstaklega fallegar. Þær eru úr mjúku leðri, í alveg fullkominni stærð fyrir daglegt amstur hjá mér, og svo eru litirnir hver öðrum fallegri.
Það er svo skemmtilegt að það er hægt að skipta út ólunum, en með hverri tösku fylgir leðuról í sama lit og taskan – en auk þess er ein breið “skrautól”. Svo er hægt að kaupa margar ólíkar ólar og þannig er hægt að dressa töskuna upp í nýtt útlit eftir hentugleika. Næstum eins og skart fyrir töskuna þína…
Það er þessi hérna taska sem mig hefur dreymt um síðan í sumar. Hún var fyrst gefin út í takmörkuðu upplagi í tilefni af 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Bretlanddrottningar og var þá á henni lítill gullplatti sem gaf það til kynna. Sú útgáfa seldist upp en þessi hérna er eins að öllu leyti nema ekki merkt hennar hátign.
Taskan heitir Pom Pom Mayfair stone – smella hér til að skoða!
Mér finnst hún alveg draumur, hún er í raun svona grábeisuð á litinn – frekar hlutlaus litur, en passar með svo mörgu. Svo er þessi ól með henni sérstaklega falleg, en hún er gulllituð, silfruð og með hvítri rönd…
Um töskurnar:
- 100% leður
- Kemur með hefðbundinni leðuról og geggjuð tauól fylgir líka með!
- Stærð ca 20x16x8 cm
- Fleiri gerðir af tauólum seldar sér
Aukaólin sem ég er með hér heitir Stone mix – smella hér til að skoða!
Saga Pom Pom London hófst árið 2015.
Markmið Pom Pom er að bjóða upp á fallegar hágæða vörur á viðráðanlegu verði.
Allar vörur Pom Pom eru hannaðar Í Bretlandi. Ástríða Pom Pom er að búa til tískuvörur sem eru einstakar og skemmtilegar og henta öllum aldurshópum og ber sístækkandi úrvalið merki þess.
Texti fengin af heimasíðu Rigel.
Hinn liturinn sem ég er með er Heritage green, smella hér – hann virkar grænni á þessum myndum en hann er í raun og veru, hann er meira svona út í blágrænt. Endilega skoðið myndir af henni með því að smella hér! Dásamlega fallegur litur til þess að poppa upp alls konar dress og sérstaklega flottur við gallajakka…
…hér sjáið þið líka ólarnar með, og það má svo mix-a og match-a þetta allt að vild…
Allar töskurnar koma svo í taupokum, þannig að þetta er sérstaklega fallegt og veglegt til gjafa.
Það er sérstaklega gaman að geta boðið ykkur upp á afsláttarkóða sem gildir fram til 22.nóv.
Afsláttarkóðinn er Soffia og gildir hann til miðnættis 22.nóv. Kóðinn gefur ykkur 10% afslátt og auk þess fylgir með Cream Tapestry-ól í kaupbæti (að verðmæti 4.990kr). Þið fáið síðan vöruna senda heim að dyrum ef þið kjósið…
…þannig að ef ykkur langar að finna eitthvað fallegt í jólagjöf, nú eða bara tríta ykkur sjálf – þá verð ég að mæla með þessum dásamlegu töskum ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
2 comments for “Rigel.is & afsláttarkóði…”