Jólaskreytingar…

…ég og jólin sko! Ég datt inn í Dorma núna í vikunni og það var komið svo mikið af fallegu jólaskrauti, og ekki jólaskrauti, sem ég bara stóðst ekki freistinguna af að taka með mér heim og stilla aðeins upp fyrir ykkur. Það er svo mikið af svona ekta eins og ég elska: fallegir bakkar, hús og tré, lengjur og smá hreindýr og bambar. Get bara ekki kvartað! Þannig að þessi póstur verður nett maraþon og þið þurfið bara að hafa þolinmæli með mér 🙂 En þið getið líka glaðst því það er 20% afsláttur af jóladótinu og bökkum og slíku, þannig að hægt er að gera góð kaup…

Smella til að skoða allar jólavörur!
Smella til að skoða bakka!
Smella til að skoða greinar og blóm!

#samstarf

Þessir geggjuðu álbakkar eru komnir aftur, bæði í svörtum og gráum lit. Þeir eru alveg fullkomnir fyrir alls konar skreytingar! Hér er bakki, tvo ledkerti, lengja af greni og svo bara hreindýr/tré!

…svo bætið þið bara við könglum og snjó, svona að vild.

…svo einfalt að gera og kemur fallega út…

…þessi tveggja hæða diskur er svo flottur (fann hann því miður ekki á heimasíðu) en hann er úr steyptu járni, þungur og flottur…

…svo er bara að leika sér með hvað fer á. Hér eru könglar og greinar, snjór og sveppir, kerti og bambi.

…en hann er líka svo einstaklega fallegur bara svona tómur og tilbúinn fyrir ávexti eða annað slíkt…

…og svo hér með skrautinu sem við skoðuðum hér að ofan…

…hér er svo grái bakkinn, tvö led kerti, og þrjár greinar sem mynda “krans”. Bætum einu bambakrútti með…

…svo bara til að sýna ykkur hvað það er hægt að leika með þetta, þá skipti ég út bambanum fyrir hús…

…og tók svo greinarnar og setti annað hús ásamt trjám…

…eins og þið sjáið, þá er þetta bara endalaust. Svo er líka sniðugt að skoða í jólakössunum og nýta það sem er þar. Smella sér kannsi bara á nýjan bakka en nýta annað gamalt…

Það er samt svo gaman að sjá hvað það er auðvelt að breyta til, að skipta út hreindýri fyrir hús og fá allt öðruvísi stemmingu…

…svo verð ég að hrósa ledkertunum sem eru til í Dorma, því þau eru svo falleg og birtan af þeim flöktir svo fallega. Þau virka svo raunveruleg – sem er snilld…

…svo er smá svona jólasnjór líka alltaf að bæta örlitlu á stemminguna…

…ég fann líka þennan langa viðarbakka og setti ofan á hann fjóra kertastjaka…

…stjakarnir eru snilld, einfaldir og fallegir, með glasi fyrir sprittkertin – en það má alltaf taka það burtu og hafa bara kubbakerti ofan á þeim…

…síðan setti ég eina lengju af gervigreni (myndi almennt klippa hana niður samt, það þarf ekki alveg svona mikið) en lengjan er svo falleg með snjó á, bætti svo bara við sveppum og könglum…

…og þá er maður komin með fallega skreytingu, og að vera með svona skreytingar bakka er auðvitað súper þægilegt því að það er hægt að ferðast með þetta um allt hús 🙂

…og hér með kertum í stað kertaglasanna…

…þessi hér var í miklu uppáhaldi hjá mér. En ég er að fíla það að hafa svona ofvaxna skreytingu, falleg og einföld…

…en ég setti bara svarta diskinn á fæti ofan í stóru skálina mína (þessi sem var notuð undir drykki í afmæli hér – smella), síðan bara fjórar greinar sem að hanga fallega niður, tvo stór led kerti (þurfa að vera vel stór í svona stóra skál) og svo köngla. Þetta fíla ég í ræmur…

…sami bakkinn og ég sýndi ykkur fyrr í póstinum, en hér með þremur trjám og húsum. Þetta er nú bara vetrarskraut en ekki bara jóla…

…það er sko bara hægt að gera endalaust í þessa bakka…

…hér sjáið þið síðan skref fyrir skref: kertahringur og bakki, ein græn grein, lítið hús og lítið tré…

…mér finnst húsið koma svo vel út innan í hringnum…

…þessi stóra skál er líka geggjuð á svona stórt borðstofuborð, eða t.d. á vinnustaði…

…hérna notaði ég síðan kertahring ofan í svarta bakkann, ásamt svörtum trjám, smá mosa, snjó og könglum…

Aftur einfalt og fallegt…

Svartur bakki – smella hér!
Svartur kertahringur – smella hér!
Tré – smella hér!
Þiggja hæða karfa – smella hér!

…þessi kom mér eiginlega á óvart hvað hún heillaði mig mikið, en ég held líka að kertastjakarnir sem eru líka frá Dorma eru að gera svo mikið með þessu svarta. Tengja saman könglana og viðinn, og brúni liturinn gefur hlýleika og notalegheit…

…ég fór svo niður í Dorma á Smáratorgi og setti upp nokkrar af skreytingunum þar – svona ef ykkur langar að fara og skoða þær í eigin persónu…

…ég vona að þið hafið haft gaman af þessu öllu saman, þvílíki maraþonpósturinn.
Hver var síðan ykkar uppáhalds skreyting?

Ég er nú bara að elska þetta allt saman ♥♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát 

3 comments for “Jólaskreytingar…

  1. Jóna Björg
    05.11.2022 at 11:13

    Magnað hvað er hægt að gera mikið úr litlu !
    Viðarbakkinn var í algjöru uppáhaldi 😊
    Takk fyrir skemmtilega síðu og allar hugmyndirnar 🥰

  2. gudlaug ragna jónsdóttir
    06.11.2022 at 18:05

    Glæsilegt allt sem thù gerir.Takk fyrir allt.

  3. Anonymous
    13.11.2022 at 13:26

    Elska að skoða pósta á þína 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *