Jólakvöld í Höllinni…

…næsta miðvikudagskvöld 2.nóv, milli kl.19-22, er jólakvöld Húsgagnahallarinnar. Ég ætla að vera á staðnum ef þið viljið koma og spjalla, fá smá svona jólainnblástur og bara eiga virkilega notalega kvöldstund.

Smella hér til að skrá ykkur á viðburðinn!

Taktu kvöldið frá – upplifðu töfra jólanna í Höllinni

Hið árlega jólakvöld verður í verslun okkar miðvikudagskvöldið 2. nóvember klukkan 19-22.

Verið hjartanlega velkomin í ljúfa jólatóna, léttar veitingar í bland við skemmtilegar uppákomur. Systur taka lagið. Þekktir fagurkerar frá Gotterí og gersemum og Skreytum hús verða á staðnum og gefa góð ráð. Kynningar á dásamlegum léttum veitingum, meðal annars frá Möndlubásnum, MS ostum og Vínvinum

…svo er líka að koma út annað tölublaðið af Höllin mín, sem er glæsilegt tímarit sem Húsgagnahöllin gefur út og þið getið fengið frítt eintak í versluninni, auk þess sem það er hægt að skoða blaðið á netinu.

Smella hér til að skoða Höllina mína!

…ég á opnu í blaðinu með nokkrum skreytingum og langaði að sýna ykkur þetta aðeins nánar…

…fara með ykkur á bakvið tjöldin á þessari myndatöku og sýna ykkur skreytingarnar svona í návígi…

…ég gerði þær allar uppi í Höllinni, og það var úr vöndu að ráða enda svo margt fallegt til…

…ykkar kona í bullandi jólafíling í byrjun október, eins og eðlilegt er 🙂

…fyrsta skreytingin var á þessum tryllta þriggja hæða bakka úr steypujárni. Hann er svo massífur að þetta er næstum bara mubla, hjá honum fengu svo að fallegu hvítu viðarhúsin að vera með…

Smella fyrir þriggja hæða bakka!
Smella fyrir hvít skrauthús!

…síðan fóru alls konar lítil jólatré með ledljósum innan í á hæðirnar, auk þess sem ég setti köngla, jólakúlur, smá gervigreni og snjó. Örlítið af hvítu brúðarslöri fór svo með…

…svo auðveldar og skemmtilegar skreytingar, bara hægt að nota það sem til er og týna saman…

…ég stóðst auðvitað ekki mátið að nota Holger-diskana sem ég er búin að vera að dásama undanfarið ár. Hér er minni diskur, kúpull frá Riverdale, led jólatré og fallegt hreindýr. Smá mosi, snjór og brúðarslör og allt verður gordjöss…

…hjá þessu eru svo nýju dásamlegu Lene Bjerre húsin, þau eru svo falleg – alls ekki bara jóla – en endalaust fögur…

Smella hér Holger diskur – minni!
Smella hér fyrir Riverdale kúpul!
Smella fyrir Sirius jólatré!
Smella fyrir svart hreindýr!
Smella fyrir Lene Bjerre hús!

Nordal Lamu skálarnar hafa nú líka verið í uppáhaldi síðan ég fékk mér þær. Það er svo gaman að taka svona nytjahluti og prufa að nota þá á nýjan máta – hér tók ég fjórar af minni gerðinni og setti dásamlegu Lene Bjerre kertin ofan í. Síðan voru notaðar brúndar skrautgreinar og örlítið af lifandi snjóberum…

Smella fyrir Lamu Nordal skál!

Smella fyrir Riverdale Wave kerti!

…meira af Holger diskunum mínum. Ég gat auðvitað ekki notað bara þann minni, ég varð að hafa þá báða…

…en í þetta notaði ég tvo skrautkertabakka sem ég setti einfaldlega ofan á Holger-ana, og svo fór krans utan um. Svo einfalt…

Smella fyrir Holger bakka!
Smella fyrir kertabakka!
Smella fyrir krans!

…stakk smá snjóberjagreinum inn á milli, til þess að fá hvíta litinn og svo hvítu kertinn. Hreinleikinn er eitthvað sem ég fíla vel…

…hér er síðan bara einfaldur kertabakki, til í ljósu líka, og maður setur svo bara allt sem manni langar í. Köngla, greni, kúlur, stjörnur, bara nefna það!

…ást mín á húsum bar mig ofurliði og ég setti bæði hvítu og gráu húsin upp saman ofan á arninum heima, og ég er alveg að elska þau! Með þeim fóru nokkur jólatréskerti, sérstaklega falleg…

Smella fyrir stóru fallegu klukkuna!

…ég notaði líka servéttuhring undir eitt kertið, eins og þið sjáið – til þess að lyfta því upp í “rétta” hæð. Innan í húsunum eru svo led sprittkerti sem flökta svo fallega…

Smella fyrir rafmagnssprittkertin!

…þessar könnur voru líka að koma nýjar frá Nordal og heilluðu mig alveg. Svona blágrár litur á þeim og eitthvað svo fallega “gamlar” að sjá…

Smella fyrir Nordal könnur!

…það voru líka að koma extra langir löberar, sem henta mér sérlega vel því borðið okkar er alveg 240cm á lengd…

…það er smá svona glitur í efninu sem gerir þá einstaklega hátíðlega…

…getum við svo tekið augnablik að dáðst að þessum nýju kökudiskum ♥
Viðarplatti á gullfæti – oh my hvað ég er að fíla þetta!

…og ég tala nú ekki um þegar að kertastjakarnir fallegu koma með!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.

1 comment for “Jólakvöld í Höllinni…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *