Innlit í Rúmfó á Akureyri…

…eða sko innlit á SkreytumHús-kvöldið sem var haldið í Rúmfó á Akureyri núna 27.okt. En eins og áður þá var þetta algjör snilld og svo einstaklega skemmtilegt…

…ég fékk tækifæri til þess að leika lausum taumi og stilla upp hér og þar – með góðri hjálp auðvitað, og naut mín í botn þar sem þessi verslun er nú einstaklega falleg…

…við settum upp borð fremst í búðinni, en uppsetningin á Akureyri er aðeins frábrugðin hinum búðunum, og fyrir innan er bara heilt jólaland, sem þið sjáið síðar er í þessum pósti…

…ég var í smá svona svörtum og gullfíling hérna fremst. Svona nett dramatík í gangi hjá ykkar konu…

…en hitt borðið var meira í grænu og hvítu….

…þetta var eitthvað í miklu uppáhaldi hjá mér, þessi einfaldleiki og blanda af hvítu og gylltu…

…en svörtu bakkarnir, sem þið sjáið minni týpuna af hér fyrir neðan, þeir voru svakalega vinsælir og eins gylltu luktirnar – sem er eins hægt að nota sem vasa ef maður vill…

…þessi hægindastóll er geggjaður…

…og að vanda settum við líka upp svæði fyrir framan innganginn, en þar kom svona stofufílingur…

…geggjaður þessi risa hnotubrjótur, getið þið ímyndað ykkur hann fyrir utan húsið á aðfangadag – það væri svo fallegt…

…og hinum megin lítil falleg borðstofa…

…en kíkjum núna inn í jólalandið…

…en það var nú ótrúlega gaman að setja upp þar inni og leika sér í þessu stóra plássi sem þarna er…

…en eins og þið sjáið, þá er þetta gríðarlega stórt pláss og ég mæli með að þið kíkið við þarna ef þið eruð fyrir norðan…

…svo fyrir framan jólalandið eruð líka borð sem ég setti upp með alls konar dásamlegu jóladóti…

…hér eru nokkrir sveinar, og ég get ekki sagt ykkur hvað ég þarf mikið að fara inn í myndina til þess að snúa þessum félaga fremst hægra megin sem ákvað að snúa sér áður en ég smellti af 🙂

…ég notaði auðvitað líka rauða litinn, þó að sá hvíti sé alltaf í mestu uppáhaldi hjá mér…

…hér er stóri svarti bakkinn, svo bara krans lagður ofan á, einn hnotubrjótu, kerti og ledkerti – einfalt og fallegt…

…sjáið bara hvað þetta er nú fínt…

…það var einstaklega gaman að setja búðina í gír fyrir kvöldið, enda er hún einstaklega glæsileg…

…þetta væri ekki hægt nema með svona frábæru teymi, og allt starfsfólkið á Akureyri er einstakt, og ég get ekki sagt nógu margt fallegt um bæði Ívar og Vilmu, þau eru náttúrulega A-teymið…

…hnotubrjótarnir eru sérstaklega flottir. Þessir svörtu og gylltu voru í uppáhaldi og þegar maður setur síðan kertastjaka með og smá greni, þá ertu komin með jóló stemmingu…

…þessi skreyting kom mjög skemmtilega út, en þetta er spegill og undir honum tveir af minni svörtu bökkunum, þannig að úr verður bakki á fótum. Svo er bara alls konar tré og hús, og aðrir litlir hlutir, smá gervisnjór og þið eruð komin með lítið jólaland. Það gæti líka verið gaman að setja litlar styttur með…

…mér þykir alltaf svo ótrúlega vænt um þessi kvöld á Akueyri, andrúmsloftið er alveg einstakt og allir svo glaðir og ljúfir. Þannig að ég er einstaklega þakklát kona ♥♥

…ég vona að þið eigið yndislegan dag í vændum ♥♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *