…ég var aðeins að stússa hérna heima og þurrka af, og þar með endurraða í eldhúsinu. Finnst það langskemmtilegast að slá þessu saman, því þá er hægt að “gleyma” þrifa hlutanum og einbeita sér betur að því að raða upp og finna nýja staði og útstillingar…
…ég ákvað líka að prufa að færa stóru klukkuna mína inn í eldhúsið, og er mikið að spá í að láta slag standa. Ég er svoldið mikið að fíla hana svona oversized þarna inni…
Klukkan er frá Húsgagnahöllinni – smella hér!
…svo er þetta líka bara að færa til þá hluti sem maður á fyrir, hér fékk þurrkað brúðarslör að vera í vasa á skenkinum…
…mér til ánægju tók þess orkidea upp á því að blómstra núna um daginn, dásamleg…
…mér finnst alltaf voða fallegt að grúbba svona saman í lit, það verður alltaf svo stílhreint…
…en kíkjum á smá svona vetrar/jólaskraut líka, það má orðið ekki satt?
…þessi dásamlegu tré og hús eru frá Dorma, og mér finnst þau æði. Diskurinn sem þau standa á er reyndar líka frá Dorma…
…sem og eru þessir kertastjakar líka frá Dorma…
…húsin dásamlegu eru á afslætti núna, og eru kölluð kertahús – þrátt fyrir að það er ledljós innan í þeim – þið getið skoðað þau með því að smella hér!
…karfan á þremur hæðum er líka frá Dorma, en hér stendur hún á disk á fæti sem er frá Húsgagnahöllinni…
…svo fannst mér þetta líka koma sérlega fallega út, þegar ég færði það yfir á skenkinn, þetta er sem sé bara flott alls staðar…
…beinir hlekkir á allar vörurnar:
…njótið dagsins elsku bestu ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!