SkreytumHús-kvöld í Rúmfó á Smáratorgi…

…það er loks komið að því að halda SkreytumHús-kvöldið í Rúmfó á Smáratorgi í kvöld. Eins og svo oft áður þá ákváð ég að týna saman nokkrar af fallegu vörunum og stilla þeim upp hérna heima til þess að gefa ykkur smá hugmyndir og innblástur, svo er ég að verða ótrúlega spennt að sýna ykkur alla þessa fegurð sem er að koma í hillurnar núna.

Smella hér til þess að skrá ykkur á viðburðinn á Facebook!

Forstofan hérna heima er alltaf uppáhalds til þess að skreyta. En eins furðulega og það kann að hljóma fyrir marga, þá notum við heimilisfólkið ekki þetta snagabretti. Þetta er bara hugsað til punts og skraut, og nú þegar það eru veislur – þá er það notað til brúks. Við hliðina á forstofunni er nefnilega þvottahúsið og þar eru allar yfirhafnir og skór, og allt sem því tengist, geymt. Forstofan er því til pjatts – húrra…

…ég er hérna með eina fallega greni/eucalyptus gervilengju og í hana setti ég eina svona “cluster” ljósaseríu. En í þeim eru svo margar perur að ein sería er feikinóg…

Svo er til krans í sama stíl og lengjan, þannig að mér fannst hann alveg kjörinn með…

…ég setti síðan tvo púða á gæruna á bekknum, en ég er svo einstaklega skotin í þessum grænköflótta – það er eitthvað skemmtilega kántrískotið við hann…

…í lengjuna hengdi ég síðan þrjú svona lítil ledhús, en þau eru létt og alveg kjörin til þess að koma fyrir á svona lengjum…

…luktin finnst mér síðan ææææði, en hún er kemur með ledkerti, og er eins og stjarna í laginu. Svo mikið svona öðruvísi og falleg. Sé hana alveg fyrir mér úti í snjónum við útihurðina fyrir jólin…

…svo finnst mér þessi litlu hús alveg yndisleg, litla tréð er líka mjög svo falleg…

…og litlu húsin ♥ jeminn, en þið sjáið líka þarna litlar hrímaðar greinar með hvítum berjum – ég setti þrjár svoleiðis með…

…þessi dúkur var að koma nýr og mér finnst hann mjög flottur, einfaldur eins og ég fíla – því nóg set ég af skrauti ofan á…

…þessi bakkar eru síðan geggjaðir, koma í tveimur stærðum (þetta er minni) og eins og hér sést, þrír hlutir: kerti, tré og lítið hreindýr….

…hreindýrið er líka sérlega fínlegt og fagurt…

…þurfa ekki allir einn kózý jólakakóbolla?

…og hér lítið kerti með tilbúinni skreytingu, svo mikið hugguleg svona kennaragjöf eða bara fyrir leynivininn í vinnunni…

…svo verð ég að dásama þetta. Stóri græni flöskuvasinn er búinn að vera lengi á óskalistanum, og það voru að koma þessar fallegu grenigreinar. Þetta eru þrjú stk saman í honum og mér finnst þetta eitthvað svo pörfekt jóló…

…og þessar greinar eru alveg draumur – mikið af könglum á þeim sem er mér að skapi…

…greni, könglar og skraut…

…það má auðvitað hengja í, en persónulega – þá er ég hrifnust af greinunum bara einum og sér…

…en þessir keramik-könglar eru mikið bjútí og smá glitrandi áferð á þeim…

…þessi hús er mín nýju uppáhalds, þau eru svoldið svona rustic og mjög skemmtileg áferð á þeim…

…stundum þarf svo lítið, hér eru dásamlega falleg stór kerti, og með þeim eitt led-kerti sem kemur svona skreytt. Bara þetta þrennt saman og þú ert komin með notalega skreytingu og stemmingu. Kertið kveikir líka á sér sjálft, eða sko ef þú kveikir á því kl.17 – þá kveiknar alltaf á því kl. 17, mjög svo kózý…

…og ekki verður þetta minna kózý svona í myrkrinu á kvöldin…

Hér eru síðan beinir hlekkir á vörurnar, smella til að skoða!

Það verður afsláttur af öllum vörum í kvöld, svo sérvalin tilboð þar sem afslátturinn fer alveg upp í 50% – þessi tilboð eru hlutir sem ég hef verið að mæla með og er sérstaklega skotin í. Eins erum við með stóra og veglega gjafapoka, en þeir eru gefnir af handahófi yfir allt kvöldið.
Opnunin er á milli kl.20-22 í Rúmfó á Smáratorgi og ég hlakka mikið til þess að sjá ykkur! ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “SkreytumHús-kvöld í Rúmfó á Smáratorgi…

  1. Sigurlaug Adólfsdóttir
    25.10.2022 at 22:40

    Hæ, hæ, hvar er hægt að kaupa snagana þar sem þú hengir kransinn og skrautið á?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *