…það er víst búið að vera nánast endalaust seinkun á afmælum á þessum bæ. Auðvitað vegna Covid en líka bara veikindi eða einhver ekki heima. Við vorum svo í afmælisveislu hjá systurdóttur minni þegar að sonurinn segir: mamma, mannstu hvað það var gaman þegar við héldum upp á afmælið mitt alltaf?
Usssss…..þarna fékk ég verk beint í mömmusamviskubitið og því var ekki annað í boði en að drífa sig bara í að halda smá upptökuafmæli, fyrir báða krakkana sem kom svona sem sárabót fyrir þær veislur sem hafa ekki verið haldnar.
Ég verandi konan sem leiðist almennt að hangsa í eldhúsinu, fór í það að skipuleggja veitingar og ég barasta ætlaði ekkert að baka eða gera. Reddum þessum öðruvísi og tökum ykkur með!
Fyrst af öllu, ég er alltaf búin að plana og ákveða fyrirfram hvað ég ætla að hafa, svona ca, og þá set ég þetta alltaf upp kvöldið áður. Geri borðið tilbúið þannig að ég þurfi bara að raða veitingunum á…
…þessi diskur er nýr frá Dorma og er alveg geggjaður. Stór og þungur og mikil prýði til skreytinga líka…
Smella til þess að skoða disk!*
…mér finnst einmitt æðislegt að hann er stærri en Holger-diskarnir úr Húsgagnahöllinni, þannig að maður nær alveg tröppugangi með þessu…
…ég fékk líka í afmælisgjöf þennan fallega bakka frá Kokku, sem var alveg kjörin fyrir ostabakka. Ég byrjaði á því að setja ostana á, til þess að sjá ca hvernig ég vildi raða og svo er bara að fylla upp í…
…þetta voru 5 ostar og nokkrar tekundir af kexi. Vínber og jarðaber, ásamt döðlum. Svo til þess að gera smá meira sætt litlar kókósbollur og kókóstopppar…
…síðan setti ég kjötmeti á sér disk, fyrir þá sem ekki borða kjöt og sama má segja um smörrebröd-in, þar var kjöt á sér bretti en fiskur á öðru…
…við keyptum svona upprúllað pizzudeig í Bónus, settum einfaldlega bara pizzusósu, krydd og ost og rúlluðum upp aftur. Inn í ofn í ca 20 mín, fylgjast bara með, og þetta er alltaf vinsælt – sérstaklega hjá krökkunum…
…súrdeigsbrauð og túnfisksalat frá Álftaneskaffi á efsta diskinum, og svo baquette og kjúklingabaunasalat á þeim lægri…
…svo reyni ég alltaf svoldið að hólfa niður á borðinu, að svona brauðmeti og matur sé saman, á meðan að kökur og annað sæt er sér…
…mér finnst alltaf ótrúlega flott að vera með háa diska á fæti á borðinu. Þessi hérna er gamall 3ja hæða diskur frá Rúmfó, en ég á tvö stk og skrúfa þá stundum saman og hækka þá. Eins og hér á myndinni. Svo eru bara kleinuhringir, makkarónur og kókóstopppar…
…lausn sem ég hef margoft notað er að fara í bakarí-ið hjá 17sortum að morgni veisludags og fá mér bara tertur þaðan beint úr borðinu. Það er alltaf hægt að fá svo fallegar og góðar kökur þar, og einfalt að velja þetta bara svona.
Ég var með tvær 8manna kökur og það var geggjað, langaði frekar að vera með minni og leyfa fólki að prufa tvær mismunandi gerðir…
Smella til að skoða kökur hjá 17sortir!*
…við þurfum að taka smá stund bara til þess að dáðst að þeim. Svo eins og hér, þegar að diskurinn er aðeins stærri en kakan, þá finnst mér alltaf fallegt að setja eitthvað í kringum kökurnar. Hér er NóaKropp og síðan makkarónur…
…kakan hér stendur einmitt á minni Holger-diskinum og kemur svo fallega út!
…eyjan er alltaf snilld í veislum…
…þar sem ég var með mikið af svörtum diskum á borðinu, þá vildi ég engilega eitthvað til þess að hlýja þetta upp og að vera með viðarkertastjakana var alveg pörfekt með…
Smella fyrir viðarkertastjaka!*
…elsku mamma bakaði síðan tvær karamellukökur, sem eru hennar sérgrein og sonurinn elska heitt…
…keypti svona hrísköku í Ikea bakarí-inu og skar bara í bita…
…og í Dorma fann ég þessa skál sem mér finnst geggjuð undir gosdósirnar. Hún tekur alveg um 30 dósir og það er bara svo skemmtilegt að vera þetta fram svona – þetta er stærri týpan…
…ég fékk ótrúlega mikið af fyrirspurnum um hvað þetta hefði verið mikið og svona, og tók þetta saman fyrir ykkur…
…svona er ég nú heppin ♥ ♥ ♥
…svo þegar allt er búið – þá er það þessi dásamlega eftir-veislu-ró sem skellur á. Mjög notó, allt orðið hreint en smá afgangar til í ísskápnum!
Ég vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.
Takk fyrir frábært innlegg.
kv.