Innlit á töfrandi heimili…

…ég elska að finna falleg innlit og hér er svo sannarlega eitt slíkt.

Fältman-fjölskyldan fann íbúðina sína, með bogadregnu gluggunum í Helsingborg. „Við elskum þessa borg! Hér höfum við ströndina, skóginn og borgina í 10 mínútna fjarlægð.
 Mynd: Carina Olander

Stílhreinu listarnir á veggjum stofunnar eru hugmynd Denice: „Ég fann flotta innblástursmynd og sagði föður mínum, sem er smiður, að mig langar í svona vegg! Við fundum út viðeigandi mál fyrir gluggana og keyptum lista í Bauhaus sem pabbi festi beint á vegginn með latexi og naglabyssu.“ 
 Mynd: Carina Olander

Fjölskyldan lét byggja nýtt eldhús í gömlu borðstofunni. Eldhússkáparnir eru frá HTH, vínskápurinn er þeirra hönnun og smíðaður af föður Marcus, með hurðum framleiddum af járnsmiði á staðnum. Barstólar frá Jotex, duftker, Soluppgången.
 Mynd: Carina Olander

Postulínið í glerskápnum endurspeglar litasamsetningu heimilisins í mjúkum hlutlausum litum. Skápurinn er gamall, frá Soluppgånggen. Silfurkertastjakinn kemur líka þaðan. Kolkrabbi kertastjaki frá Artilleriet, gólflampi Arco frá Flos. 
Mynd: Carina Olander

Sófaborð og púfur frá Ellos, Ghost hægindastólar frá Gervasoni. Teppið er frá Layered og glæsilegu duftkerin frá Denice búðinni Soluppgängen. Mynd: Carina Olander

Baðherbergið er skreytt með marmaraklinker Majestic frá Piemme Valentino í litnum Supreme grey, keyptur í Interni kakelstudio. Baðkar Noro stemmning frá Golvpoolen og vaskur, Hornbach. Kollurinn er frá Tine K og handklæðin frá Zara home. Mynd: Carina Olander

Stóri spegillinn er gömul rennihurð á fataskápnum. Loftlampinn er einstakt eintak frá Snowdrops Copenhagen. Mynd: Carina Olander

Borðstofuborðið er frá Muubs via Soluppgången, stólarnir frá Mio. Veggskáparnir fyrir aftan borðkrókinn eru Ivar frá Ikea sem hefur verið endurmálaður. Barkerra, Madam Stoltz, spegill Snowdrops Copenhagen/Sunrise. Mynd: Carina Olander

Allar myndir og efni frá Sköna Hem
Ljósmyndir: Carina Olander

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *