McGee X-mas…

…jæja núna ætla ég mér bara að byrja að sýna smotterís svona sem tengist jólum. Það eru svo margir farnir að sýna nýjasta nýtt og ég vil bara njóta þess að skoða þetta með ykkur og fá skemmtilegar hugmyndir fyrir skreytingar.

Ég rakst á þessar myndir í gær, en þetta er jólalínan frá henni Shae McGee, sem er með þættina Dream Home Makeover á Netflix og Studio McGee, og þetta er alveg dásamleg. Vá hvað mér finnst margt fallegt…

…það sem mér finnst svo fallegt er í raun ákveðin einfaldleiki í þessu öllu, það er bara dass af grænu hér og þar, eða kannski aðeins vetrarlegra teppi…

…ofsalega fallegir allir þessir brúnu og beisuðu tónar, með brass og hvítu…

…og pappaskrautið inn á milli, og takið eftir grýlukertinu í baksýn…

…spurning hvort að maður eigi bara að pakka inn extra snemma í ár?

…það sem ég elska svona arna með fallegu greni og jólasokkum…

…svo eru þessir kertastjakar alveg einstaklega fallegir…

…ég hef reyndar alltaf þráð stiga, bara til þess að geta skreytt hann, er það ekki örugglega normalt?

…og sjáið bara bjöllurnar, munið þið þegar ég pantaði allar mínar bjöllur í fyrra!

…aftur þessi einfaldleiki, bara nokkur tré á borðinu og svo grænir kranar…

…þessi hérna eru dásamlega falleg…

…og mjög fallegt að sjá kransana hanga á stólunum…

…hérna líka, lítil jólatré en í raun ekkert mikið “jólajóla” en samt svo falleg og hátíðleg stemming…

…ótrúlega fallegt…

…grenið er allsstaðar og allsráðandi…

…svo má ekki gleyma úti!

Allar myndir fengnar héðan!

Smella hér til að versla!

All photos and copyright via Studio McGee

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “McGee X-mas…

  1. Írena
    05.10.2022 at 10:41

    Allt flott sem þessi hjón gera ekkert síðri en fixer upper gengið

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.10.2022 at 22:42

      Sammála, mjög flott 🥰

  2. Hófí
    08.11.2022 at 08:29

    Mjög flott og yndislega “óamerískt” miðað við margt sem maður sér 🙂

    Fann einmitt skraut í þessum country stíl og brún/base/grænum á http://www.bylola.is, geggjað flott

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *