Umbreyting á gömlu húsi…

…ótrúlega gaman að sjá þegar að gömlum húsum er umbreytt af alúð og þau færð í nýtt horf og fá bara nýtt líf. En hér er hús í viktoríustíl í Ástralíu sem fær heldur betur andlitslyftingu. Það er líka merkilegt að sjá hvað það eitt að vera með svona fallegan lit á útihurðinni gerir mikið – húsið er búið að vekja áhuga þinn áður en þú stígur inn…

…en það var líka gerð viðbygging aftan á húsinu, sem stendur í norðvestur og nýtir sólina sem best og þar kom alveg nýr viðverstaður fyrir fjölskylduna til þess að elda, borða og bara vera til…

…ofboðslega fallegur og stílhreinn þessi arinn…

…og þessi veggur ber það með sér hvað það er hægt að gera mikið fyrir rými með rétta gallerý-veggnum. Það þarf ekki svo mikið til þess að “fylla” plássið…

…glæsileg viðbyggingin…

…stílhreint og töff…

…og aftur skemmtileg blanda af nýju og módern með því gamla…

…bækur breyta öllum húsum í heimili…

…greinilega snillingar í upphengingu þarna…

…stílhreint eldhúsið, alls ekkert risastórt en nýtist greinilega vel…

…stórir gluggarnir breyta líka miklu þarna inni og láta allt virka stærra…

…fallegt…

…óvanalegt að sjá svona mikið af svona litlum flísum, en það kemur svo vel út…

…og heildarútkoman er stórglæsileg…

…er að elska þetta kombó ♥♥

Myndir og upplýsingar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *