Innlit í Húsgagnahöllina…

…en það er búið að vera að taka allt í gegn og endurraða og þetta var bara eins og að koma í nammibúð að ganga þarna um og skoða. Þetta er einmitt svo gaman að skoða í verslanir þegar maður getur fengið svona mikið af hugmyndum með því…

#samstarf

…það eru Danskir dagar í höllinni fram til 19.september og þá er 20% afsláttur af öllum dönskum merkjum. Ég ætla samt að fara um víðan völl í þessum pósti, en mæli með að þið skoðið þennan bækling hérna: smellið hér!

Svo má líka smella hér til þess að sjá þær vörur sem eru danskar í hverjum vöruflokki – smella hér!

…en við byrjum í eldhúsdeildinni, og þar eru nú ansi hreint mörg merki dönsk – þið sjáið líka oft glitta í danska fánan sem gefur það ótvírætt til kynna hvers lensk varan er 🙂

…það er svo ótrúlega margt fallegt til þarna núna, t.d. er stóra svarta skálin í miðjunni alveg hreint dásamleg…

…og eins og þið vitið eflaust margar hverjar þá eru trébretti í miklu uppáhaldi hjá mér, og þvílíkt úrval sem er til…

…þessi ljósu eru líka einstaklega falleg…

…Bitz-stellin eru líka afslætti núna, og allir þessir litir og möguleikar til uppröðunnar eru endalaust skemmtilegir…

…sérlega falleg glös…

…Bodum-vörurnar eru auðvitað danskar og þvílíkt fallegar – þetta væri alveg upplagt í jólagjafir t.d…

…svo er það alltaf eitt af mínum uppáhalds merkjum Broste, og stellin þar eru hvert öðru flottara…

…þetta var að koma nýtt frá Riverdale, það er reyndar ekki danskt merki, en fallegt er þetta…

…úfff og þessi marmarabretti – þau eru svo gordjöss…

…og talandi um marmara, þá eru þessi mortel líka á óskalistanum mínum…

…kíkjum yfir í húsgögnin, og þar er heldur betur úrvalið…

…mjög djúsí hornsófi…

…og mikið af fallegum skrautspeglum…

…mér fannst þetta sófaborð líka ferlega flott…

…svo fallegur þessi græni litur á sófanum, og risa hringspegill er æði…

…flestir stóru vasana eru frá dönskum merkjum, og þeir eru svo flottir hvort sem er á gólfi eða borði…

…alls staðar flottar uppstillingar…

…úffff þessi skál er svo falleg, og viðarkertstjakarnir stóru sömuleiðis…

…talandi um nýjar vörur, þá eru þessi marmaraborð alveg hreint trufluð – til í svörtum lit líka…

…þessi er kózý og nettur, væri geggjaður í stórt unglinga herbergi…

…nýjir og flottir kertstjakar…

…og hversu flottar eru þessar skálar…

…ekta svona yfirliðssófi, eða til þess að láta mata sig af vínberjum í 🙂

…meira af nýju – þetta er frá sænska merkinu Riverdale…

…úfffff þessi klukka – með ljósi í…

…svo er mikið af einstaklega fallegum veggmyndum, litirnir í þeim eru svo djúpir og flottir…

…litagleðin ríkjandi…

…afskaplega fallegur ljós sófi…

…og annar, en enn meira djúsí og kózý…

…og þessi hægindastólar eru bjútífúl…

…og talandi um hægindastóla, þá er úrvalið endalaust…

…svo fallegt og stílhreint borðstofuborð, og þessir stólar eru æði…

…en ohhhh þessar myndir…

…annars er sérlega mikið af borðstofuborðum og stólum á þriðju hæðinni, geggjað úrval…

…alls konar útfærslur…

…þannig að það er sniðugt að gefa sér góðan tíma…

…og nóg að skoða…

…mér finnst þetta borð alveg hreint æði!

…og þessi mynd og stólarnir sem draga litinn frá henni…

…þessi var mjög fallegur, og stóll og skemill í stíl…

…púðadeildin er sko uppáhalds nammibarinn minn…

…þessi lampi er líka alveg hreint geggjaður…

…mæli líka með að fylgjast með “eyjunum” því að það eru oft nýjungarnar settar þar…

…og hér sjáið þið Holger diskinn frá Broste og það er kominn glerkúpull sem smellpassar á hann…

Svo eru auðvitað geggjuðu vegghringirnir:
Smella hér til þess að skoða stjakana!

Smellið hér til þess að skoða heimasíðu Húsgagnahallarinnar!

Vona að þið hafið haft gaman af póstinum og eigið yndislegan dag ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *