Núna um helgina er Rúmfó með “Big blue bag”-daga. En þetta snýst um það að fá stóra, fjölnota innkaupapokann frá Rúmfó, skella honum ofan í innkaupakerru og fylla hann af því sem þig langar mest í. Allt sem þú kemur fyrir í einum poka, og getur haldið á honum, færðu með 20% afslætti – snilld!
…ég byrjaði að leggja leið mína á Bíldshöfðann til þess að skoða allar fallegu haustvörurnar sem komnar eru, sérstaklega að mynda hluti sem allir eiga það sameiginlegt að komast ofan í stóru bláu pokana og þið getið þar af leiðandi fengið 20% afslátt af…
…það er líka alltaf extra skemmtilegt að mynda þegar búðin er svona glæsileg…
…nýju vörurnar eru grínlaust hver annarri fallegri, og það var eiginlega bara erfitt að velja hvað ætti að mynda…
…þessir eru æði, vasar og pottar í sama stíl…
…stóru bastluktirnar eru draumur…
Endilega munið líka að besta ráðið er að skella pokanum beint ofan í kerruna og það gerir allt léttara. Það er nefnilega hægt að vera með stóra mottu sem stendur upp úr svona poka þegar hann er í kerru…
…elska að taka haustlitina alla leið, hér meira að segja í húsgögnunum líka…
…en þess ber að geta að það er ótrúlega mikið af fallegum hlutum í búðunum núna, skrautvörur og blómapottar t.d. í miklu úrvali…
…bast, vasar, púðar og blóm – ég er bara alsæl takk…
…þessir svona brenndu orange/ferskjutónar eru svo fallegir…
…mottudeildin er líka mjög flott, og með bláa pokann – þá má alltaf stinga mottu ofan í láta hana standa uppúr sko…
…þessi hér er ný og er algjörlega bóhó-draumur, svo mikið falleg…
…svo má ekki gleyma ljósdeildinni, sem er bæði með fallega lampa og hangandi ljós…
…þessi lampi er nýr og alveg einstaklega flottur finnst mér…
…hér er samt eitt af mínu uppáhalds, þetta sængurver er alveg hreint dásamlegt…
…það er einlit brúnbeisað öðrumegin og því hægt að leika sér með hvernig maður býr um rúmið – snilld…
…eitt er víst að það kemst alltaf hellingur af garni ofan í pokann…
…og það var einu sinni kona, það var ég sko, sem sagði að maður ætti aldrei nóg af púðum 🙂
…nú eða vösum ef út í það er farið…
…þar sem að flestir elska að kóza sig inn í haustið, þá er mikilvægt að eiga falleg teppi – og ég held að úrvalið hafi aldrei verið meira. Elska sérstaklega þessi rúmteppi hérna á hægri myndinni…
…baðdeildin er geggjuð, og það er heldur betur hægt að fylla á pokann þar – held að allt í baðdeildinni passi ofan í bláa pokann…
…svo er auðvitað hægt að skipuleggja sig, með plastkössum og/eða fallegu basti, það er víst ekki hægt að eiga nóg af svoleiðis…
…svo er einstaklega falleg nýja línan í leirtauinu, diskarnir og bollarnir eru sko alveg sérstaklega að heilla mig…
…ég datt síðan aðeins í Smáratorgið, og leyfi nokkrum myndum þaðan að fylgja með…
…hvað er meira fyrir haustið, en lukti/kerti og svo púðar – ja maður spyr sig…
…er líka alveg að elska hvað er djúsí orðið blómaborðið þeirra – hversu huggulegt…
…hér sést líka hvað nýju diskarnir eru fallegir með stráum og öllum þessum haustfíling…
…sængurver eru líka fyrir löngu orðin klassísk jólagjöf, það er kannski bara málið að hugsa fram í tímann…
…og handklæði. Við vorum að endurnýja um daginn og fórum upp “um flokk” – tókum aðeins dýrari týpu og það er æði. Næstum eins og að þurrka sér á lambi – samt ekki gera það…
…vona að þið hafið haft gaman að – svo ætla ég að sýna ykkur sér það sem kom upp úr pokanum mínum. Þangað til segi ég bara góða helgi og njótið vel ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.