…fyrir nokkrum árum þá breyttum við í hjónaherberginu og settum upp þess hérna veggkertastjaka frá Húsgagnahöllinni. Þeir eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér, enda geggjaðir kertastjakar, en svo líka flottir fyrir blómapotta og bara sem litlar hillur. Þessi gyllti litur fæst því miður ekki lengur hjá þeim…



…en mér til mikillar ánægju voru stjakarnir loksins að koma aftur í sölu í svörtum lit, og það gleður mig endalaust – og nú ef einhver þráir gullið þá er bara að skella sér á spreybrúsann…

…þetta er nefnilega svo mikil snilldarvara, þetta er flott í stofuna, eldhúsið (kryddjurtir), baðið, hjónaherbergið, barnaherbergið – þið náið þessu, þetta passar bara alls staðar…


…ég notaði þá líka í þáttunum nokkrum sinnum, enda er þetta svo kjörið til þess að gera rýmin meira kózý og til þess að setja meiri persónuleika inn í þau. Hér koma þeir æðislega út í stofunni hjá Bigga löggu og annar er hafður fyrir blóm en hinn fyrir kerti…

Smellið hér til þess að skoða hvað er hvaðan í þessu rými!


…svo voru þeir líka dásamlegir í hjónaherbergi Rutar, en aftur þá kemur svona fylling inn í pláss sem væri annars bara tómlegt. Svo er alltaf gaman að vera með staði sem er auðvelt að breyta á…

Smellið hér til þess að skoða hvað er hvaðan í þessu rými!


…og í stofunni hjá Telmu og Almari er líka gaman að sjá að það þarf ekki alltaf tvo stjaka saman, hér er einn við hliðina á kringlóttum spegli – þannig að þeir eru sérlega gott par saman…

Smellið hér til þess að skoða hvað er hvaðan í þessu rými!


Ég setti fyrir viku gjafaleik í gang á Instagram í samvinnu við Húsgagnahöllina þar sem ég er að gefa tvo stjaka, auk þess að þú getur merkt vin/vinkonu og þá fær viðkomandi líka sett af stjökum.
Þáttakan er frábær og ég vildi helst að þið gætuð allar unnið, en það er víst ekki raunhæft.Þannig að snillingarnir í Höllinni voru svo elskuleg að gefa mér 20% afsláttarkóða ef ykkur langar að næla ykkur í eintak – kóðinn er virkur til miðnættis 16.okt!
Smella hér til þess að skoða stjakana!
Þið setjið stjakana í körfuna og farið svo í að skoða körfu og ganga frá pöntun, smellið á gula hringinn til þess að nota afsláttarkóðann, og skrifið hann svo þar sem gula örin bendir…
Afsláttarkóðinn er: soffia20


…ég tilkynni í kvöld hver vinnur í gjafaleiknum, þannig að þið hafið enn séns að smella ykkur á Instagram og taka þátt:
Smella hér fyrir gjafaleik á Instagram! Leik lokið.
Hjartans þakkir til Húsgagnahallarinnar fyrir að taka þátt í þessu með mér, og svo vona ég bara að þið eigið yndislegan sunnudag framundan ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥
1 comment for “Þakklæti…”