…það sem gerir alla daga betri í mínum huga eru afskorin blóm í fallegum vasa inni á heimilinu, engin spurning. Núna eru hortensíurnar að koma inn í Samasem, og mér finnst það eiginlega skemmtilegast því þær eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér – sérstaklega þegar ég fæ þær í svona dásamlegum litum…
…mér finnst líka alltaf fallegt að fá mér Eucalyptusgreinar með, en þær eru bæði fallegar og ilma örlítið með…
…en getum við rætt þessa litafegurð. Ég elska svona milda og fallega tóna…
…og svo bara blóm í vasa á eldhúsborðið, það er uppáhalds…
…ég fékk líka þennan vasa í Samasem. En hann er svona skemmtilega skakkur, sem gerir ótrúlega skemmtilegt að setja blóm í hann. Eins og geggjuð gróf áferð á honum…
…svo fer það allt eftir hvernig maður snýr vasanum, hversu mikið þú sérð “skekkjuna”…
…ég prufaði hann inni í eldhúsi, ofan á bökkunum mínum…
…síðan bara á eyjunni…
…en flottastur fannst mér hann verða inni í stofu…
…nokkrar hortensíur og eucalyptusgreinar fóru í vasann…
…í könnuna í eldhúsinu setti ég síðan svona þistlagreinar og ruscusgreinar…
…en þistlarnir voru svona út í hvítt, en ekki blátt eins og ég hef oftast séð þá – mjög fallegt…
- Ruscus greinar, standa ótrúlega lengi í vasa
- Eucalyptus með dásamlegum ilm
- Þistlar
- Hortensiur, sumar þurrkast alveg dásamlega
…ég verð bara enn og aftur að dáðst að þessum litum, þvílík fegurð…
…mér finnst alltaf best yndislegt að sigla inn í helgina, með blóm í vasa – það er einhver notalegur andi sem fylgir því. Jafnframt að kveikja á kertunum, því að núna er haustlykt í lofti og þá er það bara extra kózý! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!