…ég elska að finna falleg innlit og hér er svo sannarlega eitt slíkt.
Í þessari grein – smella hér – getið þið lesið um hjónin Emelie og Martin sem féllu fyrir draumahúsinu sínu í Kolsva 2012, gerðu tilboð og fengu það – en þá kom upp vatnstjón og salan gekk til baka. Fyrri eigendur gerðu endurbætur og þegar húsið birtist aftur á sölu, þá gekk allt saman upp…
…fallegt eldhúsið, mjög einfalt en fallegir aukahlutir poppa þetta allt upp…
…viðardekkið og fallegt grindverkið ramma sundlaugina fallega inn. Upprunalega húsið, sem er málað gult, er frá 1920…
…herbergið sem átti upphaflega að vera vinnuherbergi, en varð svo æðisleg borðstofa…
…hvítkalkaðir veggir og steypt gólf…
…stór eldhúseyja er mjög áberandi og flott, gerð úr Ikea skápum. Borðplatan er steypt…
…dásamlega fallegt svefnherbergi – þessi grágræni mjúki litur tekur alveg utan um mann, og snagarnir eru æði…
…fágað og einfalt…
…geggjað útisvæði með stóru borði og stólum…
…setið við kamínuna í stólum frá House Doctor (merkið fæst t.d. í Fakó). Takið líka eftir hvað mottan er að gera mikið í rýminu…
Emelie á innanhúshönnunar- og blómabúð í Köping.
Ef þið viljið fylgja henni þá er hún hér á Instagram!
…vona að þið eigið yndislegan dag í vændum ♥
Myndir og texti via Skona Hem/smella hér!
Ljósmyndari: Carina Olander
Ég elska svona skandinavíska hönnun ❤️
Svo fallegt og stílhreint allt. Elska svona fallega skreytt heimili. Ekki og mikiđ og ekki of lítiđ. Fair hlutir sem fá ađ njóta sín vel og eru fallegir.