…það er í svo miklu uppáhaldi hjá mér þessi árstími, svona þegar maður er farin að finna smá “haustlykt” í loftinu, en það koma enn alveg dásamlegir dagar. Sérstakt uppáhald er að geta haft opið út á pallinn og finna goluna koma inn, helst að feykja að upp hvítum gardínunum við og við…
…og talandi um góðu dagana, þá kom einn slíkur óvænt um verslunarmannahelgina. Yndislegt veður alveg hreint…
…og þá var nú ekki annað hægt að setja pullur í stólana og njóta…
…eins og þessi hérna Moli kann víst alltaf best að gera…
…en það er eitthvað ennþá betra við sólardagana þegar þeir koma svona óvænt, þið vitið svona bónusdagar…
…ég skellti meira að segja dúk á borðið svona til hátíðabrigða…
…og á borðinu er fallega útistellið frá Húsgagnahöllinni, bæði diskar og glös úr plasti sem er alveg kjörið svona fyrir útilegurnar og pallinn…
…sjáið bara hversu fallegt (smella hér til þess að skoða póstinn) en þetta er einmitt allt á Tax Free-afsl þar til á morgun…
…en staðan er orðin sú að ég sit alltaf hér…
…en hengistóllinn er alveg orðinn uppáhalds húsgagnið mitt á pallinum, svo dásamlega þægilegt að liggja þarna og rugga sér smá (sjá hér)…
…þið getið skoðað hérna póstinn um hvernig borðin urðu til – smella hér…
…en ég myndi samt ekkert sleppa sófasettinu sko, það þurfa víst allir hinir líka að geta fengið sér sæti – og svo er mikið fallegra að horfa yfir pallinn með fallegum húsgögnum…
…vona að þið eigið yndislega helgi framundan, njótið eins og Molinn ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!