Útsalan í Rúmfó…

…ég tók stutt innlit í Rúmfó á Smáratorgi inni á Instagram. Þið getið kíkt inn á síðuna mína með því að smella hér – og skoðað það! Svo er líka vert að geta að í dag er netsprengja í vefverslun, þar sem búðirnar eru lokaðar, og 20% afsláttur af öllum vörum!

#samstarf

En eins og alltaf þá eru búðirnar stútfullar af fallegum vörum og því snilld að nýta tækifærin á svona dögum til þess að gera góð kaup ef það er eitthvað sem vantar eða hugurinn girnist. Athugið að blá- og feitletrað eru beinir hlekkir í þessum pósti!

Smella hér fyrir vefverslun Rúmfó!

En ég ákvað líka að taka saman nokkra hluti úr innlitinu og deila með ykkur hér, ásamt nokkrum hugmyndum:

Þessa lukt notaði ég til þess að útbúa veggljós í einum þættinum mínum. Ég spreyjaði hana svarta og festi beint á vegginn…

Gulsanger lukt

…þið getið skoðað póstinn með því að smella hér!

Þessi hérna lukt finnst mér hreint æði. Hún er alveg um 50 cm há og verður geggjuð með stóru hvítu kerti, en það sem er svo snjallt er að það er sólarlampi efst í henni – sem hægt er að fjarlægja ef vill – þannig að það er hægt að nýta hana á marga ólíka vegu…

Hornugle sólarlampi/lukt

…þessi hérna stóll er hrein dásemd, þetta er stóllinn sem allir vilja sitja í hérna á pallinum, þannig að þegar hann er á afslætti – þá verð ég að mæla með honum! Þessi er líka dásamlegur á svalirnar eða í unglingaherbergið…

Gjern körfustóll

Þessi bekkur er nýlegur, en það sem mér datt í hug þegar ég sá hann var viðarpanillinn sem er svo vinsæll á veggi núna, en að bæsa þennan í stíl gæti komið mjög töff út. Svo er alltaf gott að hafa í huga að “útihúsgögn” eru ekkert alltaf bara til þess að hafa úti…

Ugilt bekkur

Annar nýlegur útibekkur er þessi hérna, en hann er með svona sérstöku vatnsfráhrindandi efni – þvílíka snilldin að þurfa ekkert að vera á hlaupum með pullur og púða…

Uhre sólbekkur

Ég hef áður mælt með þessum, en þeir eru bara svo einstaklega flottir. Töff að henda gæru eða fallegum púða í þá, og aftur – alls ekki bara sem útihúsgagn…

Edderup stóll

Þessir pottar eru einstaklega flottir. Mér sýnist þessir svörtu vera uppseldir, en þeir rústrauðu eru geggjaðir líka. Svo má alltaf mála eða spreyja…

Rustand blómapottar

Þetta er líka í uppáhaldi af nýja sumardótinu, en þetta eru svona nestisteppi, fyrir pikknikkið. Sniðugt til þess að hafa t.d. bara í bílnum.

Spurv útileguteppi

Þessi gæti verið úti en jafnframt inni, mest af öllu er hann bara afsaklega töff!

Lomvi blómapottur

Þetta hérna útisett finnst mér alveg draumur, og þar sem þetta er ljósa útgáfan af settinu mínu, þá get ég lofað ykkur að þetta er ofur þægilegt að sitja í!

Vemb sófasett

Hugsa að þessi hérna sé bara einn af mínum uppáhalds, hann er svo flottur en svo er hann líka einstaklega mjúkur og þægilegur…

Skogsiv púði

Annar geggjaður, og einstaklega fallegur með þessum hér fyrir ofan…

Hvitveis púði

Svo fannst mér möst að segja ykkur frá þessum, en eins og þið sjáið þá er hann extra langur og svona alveg djúsí hótelkoddi – hann er líka æðislegur þegar búið er að um rúmið…

Royal Nordic koddi 50×90

Þessar eru löngu orðnar klassík og hægt að leika sér með þær….

Gard vegghillur

Það sem ég er búin að leika mér með þessar hillur, og mér finnst þær alltaf snilld. Taka lítið pláss en mikið af dóti – plús þær geta gjörbyllt rýminu og stútfyllt það af persónuleika…

Hejlsminde 6hæða hilla

Smella hér fyrir útgáfu #1
Smella hér fyrir útgáfu #2

Melias luktin er einstaklega falleg, en mér finnst hún verða enn fallegri þegar henni er breytt í ljós…

Melias lukt

Smella til þess að skoða luktarljós DIY!

…vona að þið hafið haft gaman að ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *