Innlit í Dorma…

…í gær birti ég innlit í Dorma á Instagram, en þar sem ég tók líka mikið af myndum þá ákvað ég að setja það hér inn líka. Það eru Tax Free-dagar í Dorma út þessa viku og því afsláttur af öllum vörum.

Dorma #samstarf

…þessi sófi tók á móti mér um leið og ég kom inn.
Mér finnst hann alveg sérlega fallegur – geggjaður litur…

…það er alltaf mikið af fallegri smávöru í Dorma, og líka fallegir skrautpúðar. Þessi velúrpúðar í bleiku og gráu finnst mér æði…

…nokkrir uppáhaldshlutir: hvíti vasinn, þessir tréstjakar og svo litlu sprittkertastjakarnir…

…þessar marmarahillur eru æðislegar, hef t.d notað þær í eldhús og þær koma dásamlega út…

…það er líka svo gaman að raða saman eftir/í litum, hér er hægt að finna skemla, púða, blóm og vasa – allt í stíl…

…þessir vasar eru í uppáhaldi – ég er með þá í hjónaherberginu…

…svo fallegur Houston sófinn, hérna með geggjuðum grænum púðum…

…ótrúlega fallegir litir saman…

…og ef þið eruð að leita að Búddum, eða bara innri frið – þá er nóg af þeim þarna….

…þessi hérna er ótrúlega flottur, en líka frekar nettur þannig að hann ætti að passa víða…

…en þessi hér er hins vegar stór og mikill, og ætti að passa fyrir stórfjölskylduna…

…og eins og alltaf, þá þarf að hafa augun opin fyrir vegghillunum og skrautinu sem til er…

…eins eru líka mjög falleg gerviblóm og strá…

…alveg geggjaðar veggklukkur…

…svo fallegur barvagn/hliðarborð…

…kom mér skemmtilega á óvart hvað þessi myntulitur var flottur með brúna sófasettinu…

…þessi sófaborð eru hreint dásemd, þau eru bara eins og skart…

…ég elska svona franska spegla, og þessir hér eru dásemd…

…þessi litur á sófa er að heilla, og einnig hægindastóllinn með…

…svo var Houston sófinn að koma í þessum nýja gráa lit…

…og mér finnst hann alveg geggjaður!

…ótrúlega margt fallegt til í búðinni, og þið bara verðið að kíkja og sjá hvað er að heilla ykkur – ég sá í það minnsta ansi hreint margt ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

3 comments for “Innlit í Dorma…

  1. Anna Jónsdóttir
    26.07.2022 at 08:32

    Flottar vörur langar í svo margt.
    Vill bara benda á að LIKE takkinn er ekki sjáanlegur lengur.
    kv.Anna.

    • Anonymous
      26.07.2022 at 09:23

      Akkúrat það ég ætlaði benda á sá þetta í gær líka, gæti það verið Facebook?😳🤔
      Kv AS

  2. sigriður þórhallsdóttir
    29.07.2022 at 15:21

    Það væri æðislegt að hafa like takka 🙂

    Kveðja Sigga og þetta er frábær síða hjá þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *