Eyðibýlarúntur…

…það er alltaf gaman að taka smá bíltúra og skoða eitthvað spennandi, sérstaklega kannski það sem er spennandi fyrir 12 ára gaura sem enn nenna í bíltúr með mömmu sinni og pabba. Einn laugardaginn ákváðum við að rúlla suður með sjó og skoða okkur um. Í þetta sinn voru eyðibýlin á Vatnsleysuströndinni að heilla, en við fórum eingöngu þar sem allt var opið og hvergi neinar merkingar um að ekki mætta fara þarna um…

…það er oft misfallegt graffiti en þarna var búið að gera ótrúlega fallegar myndir innan í húsinu…

…alltaf fallegt að sjá svona fegurð í “ljótleika” en þarna lyfta veggmyndirnar þessu alveg á hærra plan…

…og eins og alltaf – þá eru kannski fallegustu listaverkin beint út um gluggann…

…þessum fannst líka sérlega kúl að pósa þarna…

…sr. Moli var mjög virðulegur – en það þarf að gæta vel að með hunda þarna þar sem það er mikið af glerbrotum…

…meira pós…

…eins og svo oft á þessum slóðum þá fór lognið hratt yfir og skyndilega var maður bara komin með fyrirtaks Júróvisjón-vindvél inni í húsinu…

…mínir bestu menn…

…við hliðina stendur svo þetta litla hús…

…sem er nánast fullt af rusli, pottþétt hellingsfín nýlenda fyrir mýs…

…fórum aðeins lengra og þar stóð þetta hús…

…hefur greinilega verið reisulegur bústaður hér áður fyrr…

…en núna eru bara leyfar af gamalli málningu sem bera gömlum tíma smá vitnisburð. Maður verður alltaf smá angurvær í svona leiðangri ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *