Sumar birtan…

…því verður ekki neitað að birtan á sumarkvöldum er alveg einstaklega falleg – og innblástur að pínulitlum eldhúspósti…

…við fáum kvöldsólin hérna yfir pallinn og hún skín beint inn í eldhús og umbreytir öllu á svipstundu…

…gerir þetta einhvern vegin allt betra…

…fæ alltaf mikið af spurningum um borðstofuborðið okkar, en það er sett saman úr tveimur borðum sem ég keypti notuð – það er oft hægt að redda sér…

…borðplatan er sérstaklega stór, eða 1,20×2,40m, þannig að plássið er nóg…

…það er alltaf mikið uppáhalds hjá mér að horfa út um þennan eldhúsglugga þegar að garðurinn er í fullum skrúða…

…svo er eyjan alltaf einn af mínum eftirlætisstöðum til þess að stilla upp, en oftar en ekki þá er ég bara með nytjahluti fyrir eldhúsið þarna, og jújú kertastjaka (þessir eru frá Myrkstore.is)…

…bæði bakkinn og skálinn á borðinu eru frá Húsgagnahöllinni, og reyndar diskamotturnar líka…

…vona að þið eigið yndislegan dag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *