…í mínum huga er það eins með hjónaherbergin og önnur rými í húsinu. Það er alveg möst að hreyfa til hlutina og breyta aðeins til – það kemur bara ákveðinni orku á hreyfingu inni í rýminu og það veldur því oft að manni finnst bara allt verða eins og nýtt. Þrátt fyrir breytingarnar séu smáar.
Með rými eins og svefnherbergi þá er auðveld leið til þess að breyta til að skipta bara út rúmfötunum. Rúmið er oftast nær einn stæðsti hluturinn inni og því breytist svo margt um leið og það breytist. Ég er búin að vera lengi með sömu rúmfötin, enda er ég búin að vera svo ánægð með þau en mig langaði í eitthvað aðeins ljósara og léttara. Í sannleika sagt, þá langaði mig í blóm. En ég vildi samt ekki hafa þetta of “bleikt og blúndað” heldur finna eitthvað sem myndi henta herberginu betur. Þannig að þegar ég rak augun í þessi rúmföt frá Södahl í Húsgagnahöllinni þá var ég bara alveg seld um leið.
Smella hér til þess að skoða rúmföt (sem eru á útsölu núna)!
…ég fann það bara um leið og ég setti þau þarna inn að þetta myndi allt saman ganga upp, svo fann ég líka lak á rúmið í nánast sama lit og rúmgaflinn og botninn, eitthvað sem ég er mjög hrifin af!
Smella hér til þess að skoða lök!
…sjáið bara, þetta er allt að smella saman, en mér finnst koma svo fallegt útlit þegar að dýnan “rennur saman við” restina af rúminu. Lakið er líka ótrúlega mjúkt og þægilegt, auk þess sem það er rúmt og lítið mál að láta það ná undir dýnuna alls staðar…
…þið sjáið í raun að þetta er allt svona “mónótónað” (í sama lit) – veggirnir, rúmgaflinn og dýnan…
…og það gefur þá sængurverinu svo gott tækifæri að fá að njóta sín alveg…
…enda er ég ekkert smávegis ánægð með þetta svona – verið í grunninn svona ljósbeislitað…
…við vorum alltaf með stórt og þykkt rúmteppi úr velúr, sem var alveg ansi þungt. Ég var síðan búin að segja ykkur frá því að okkur fannst bara allt í einu eins og sængurnar okkar væru orðnar að engu (fengum okkur nýjar sængur hér – smella) og þegar við fórum að skoða nýjar sængur þá var okkur bent á að þung rúmteppi væru ekki það besta fyrir dýnsængur – þetta væri oft að kremja þær svo mikið niður. Þannig að síðan er ég bara búin að vera með létt teppi yfir rúminu. Í höllinni fannn ég svo þessi þunnu rúmteppi frá Södahl líka, tók tvo liti með mér heim til þess að velja á milli…
Smella hér til þess að skoða rúmteppi!
…að lokum var það grái liturinn sem heillaði mig meira og varð fyrir valinu…
…en teppin eru í raun bara þunn eins og lak, en mér finnst t.d. þessir litlu dúskar gera mikið og svo þessi fallega höráferð sem er á því…
…ég bý alltaf um rúmið á hverjum degi, það er bara ekki annað hægt þegar maður eru búin að venja sig á þetta. Svo er bara eitthvað svo miklu þægilegra og ferskara að leggja upp í rúm að kveldi þegar það býður mann svona velkominn.
En mér finnst líka alveg möst að vera með smá teppi til þess að henda yfir – það bara gerir einhvern vegin allt huggulegra, og svo ef t.d. sonurinn leggst upp í rúm og Molinn eltir, þá finnst mér betra að hafa teppið yfir…
…þetta er nú ekki flókið ferli heldur, bara kastar teppinu svona passlega kæruleysislega yfir allt saman…
…en mér finnst þetta ferlega notalegt svona og bara gæti ekki verið kátari með þessa smábreytingu…
…svo er hægt að leika sér með smáhluti eins og einstaka púða sem er hægt að bæta með…
…tók t.d. þennan fremri núna með í stíl, finnst hann alveg sérlega pretty…
…svo af því að það verður spurt þá er ágætt að fara hér yfir smáræði:
- Litur á veggjum: Rómó3 frá Slippfélaginu
- Rúm og rúmgafl: RB rúm
- Speglar: Húsgagnahöllin
- Ljós: Húsgagnahöll og Rúmfó
- Grind á vegg: Rúmfó en er því miður ófáanleg
- Gyllt náttborð: Pier
- Arinhilla: Blómaval
…talandi um að breyta smá, þá var líka kjörið að setja eitthvað ljóst og léttara á náttborðið mitt…
…fékk vasann og stjakann í Dorma, en mér fannst stjakinn vera svo skemmtilega í stíl við ljósið…
Smella fyrir vasann!
Smella fyrir stjaka!
…og þið sjáið bara hvað það gerir mikið að setja smá blóm inn í rúmið, það þarf ekki mikið…
…arinhillan fékk líka meikóver, en þessa vasa fékk ég á útsölu í Dorma núna…
…stóru blómin eru líka frá Dorma en hin eru úr Rúmfó-vendi…
…ég er alveg að fíla þetta ansi vel…
…ég hef kannski gerst fullblómleg, en hey – ég á þetta ég má þetta 🙂
…legið upp í rúmi og ekki nennt á fætur…
…svo er alltaf í uppáhaldi hjá mér þegar að kvöldsólin skín inn í herbergið og breytir öllu…
…ég get líka glatt ykkur með því að þessir kertahringir, sem fengust í Húsgagnahöllinni, eru væntanlegir aftur og ég læt ykkur vita þegar þeir koma…
…þið getið skoðað gamla svefnherbergispósta, þar sem er farið yfir hvernig við gerðum ljósin og skápurinn var filmaður hér:
Smella fyrir hjónaherbergispósta!
…og nú það sem skiptir öllu, Molinn samþykkir þetta allt saman…
…sko mig langar mest bara skríða upp í aftur! Njótið dagsins ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!