…Evita er ein af þessum bjútíbúðum sem er alltaf gaman að kíkja í.
Verslunin er núna í Mosfellsbæ, nánara tiltekið í Háholti 14.
…en þið verðið að gefa ykkur tíma, því að það er svo mikið af fallegu skrauti þarna inni að það er nóg að gera að melta og finna hvað manni langar mest í…
…það eru mjög áberandi “hausapottarnir” sem hafa verið mjög vinsælir undanfarið. Virkilega töff og margar mismunandi útfærslur…
…þessir t.d ótrúlega sætir – þurfa helst stóra blómabrúska og þá sést bara stúturinn kíkja útundan…
…líka til í veggpottum og mér fannst þessir mjög fallegir…
…fyrir alla sem elska svona fallega blúndubolla, þá jeminn eini – úrvalið er til…
…sérlega fallegir – og bara svona sem vinkonugjöf með kannski góðu kaffi eða kassa af te – bjútífúlt…
…sömuleiðis þessir hérna kökudiskar, hversu fallegir eru þeir…
….ahhh dæææææs, allir þessir fallegu speglar…
…haldið fast í kaffibollann, sennilega með fallegri löberum – sjáið bara þessa liti ♥
…meiri pottar…
…alls konar skemmtilegt veggkraut, möst að horfa vel á veggina…
…fallegar og stílhreinar Maríustyttur, þessar voru líka á tilboði á 3.500…
…það var eitthvað við þessa sprittkertastjaka sem var að heilla mig alveg, sjáið bara litina…
…líka til í glæru…
…fleiri fallegar Maríur…
…svo eru auðvitað Búddastyttur með og alls konar fallegir blómapottar…
…já og kindastyttur, ef það er það sem ykkur vantar 🙂
…fallegir hússngar, töff að setja nokkra svona saman og raða í lengju…
…stórar klukkur eru alltaf fallegar…
…jeminn, þessi spegill sko…
…afskaplega fallegt og stílhreint hvítt stell, en samt svona blúnda í því…
…svo eru alveg sérstaklega fallegar hvítar Múmínstyttur til, margar gerðir…
…sætir kisupottar, og þeir gætu líka verið æði í barnaherbergið undir liti og slíkt…
…allar stærðir af draumafangurum…
…og geggjaðir basthengipottar…
…meira af fallegum gróðurhausum…
…sjáið bara þessa fegurð…
…ferlega flottur ljónalampinn…
…fleiri týpur af Maríustyttum, þessi er undurfögur…
…held að þetta hafi verið einn af mínum uppáhalds blómapottahausum…
…hengi í glugga fyrir kerti, mjög fallegt…
…þessir eru alveg yndislegir – og ég var eiginlega mjög mikið að sjá þá fyrir mér á leiði. Held að það gæti komið ofsalega fallega út. Sumarblóm og svo erikur með haustinu…
…bláa Marían, og sjáið þennan blómalampa…
…mikið af skiltum fyrir þá sem það elska…
…englakórar í öllum hornum…
…og alls konar lítið og smálegt…
…nú og ef ykkur langar í svona smá öðruvísi höldur, þá eru ansi hreint margir möguleikar…
…annar gordjöss spegill þarna…
…draumkenndir blómapottar…
…og arinhillur sem eru mjög fallegar…
…það er opið í Evitu alla virka daga frá 12-18, en á laugardögum frá 12-16. Því miður lokað í dag, sunnudag, en þá má bara skella sér í heimsókn í vikunni…
Smella hér til að skoða Evitu á Facebook
…vona að þið hafið haft gaman að skoða alla þessa fegurð, Maríur og englar – er það ekki bara viðeigandi á sunnudegi ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!